Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 16

Andvari - 01.01.1980, Page 16
14 JÓN JÓNSSON ANDVAKI að minnsta kosti fjórum-fimm sinnum á ári, á fjórum stöðum við landið, nefnilega í Hvalfirði, á Patreksfirði (eða Dýrafirði), á Ólafsfirði, eða öðr- um stað við Norðurland, og loks á Norðfirði (eða Seyðisfirði). Til þessa vantar áhöld, en vonandi er, að tök verði á að útvega jpau sem allra fyrst. Um fjölda smáfisksins í aflanum fáum við fullnægjandi upplýsingar, ef rannsóknum verður haldið áfram með því sniði, sem þær hafa nú.“ I byrjun starfs síns gerði Arni sér því ljósa grein fyrir tilgangi þessara rannsókna: að meta stærð stofnsins (eða hinna einstöku árganga) hverju sinni og reyna á þann hátt að segja fyrir um aflahorfur frá einu ári til annars. Hann telur reyndar fráleitt að freista þess að telja þorskana í sjón- um, en bendir á nauðsyn þess að meta aflann miðað við sörnu sóknarein- ingu, en þetta atriði er einmitt í dag hornsteinn í mati okkar á stærð fiskstofna og annarra nytjastofna í hafinu. Hann bendir einnig á nauð- syn þess að rannsaka magn þorskseiðanna í svifinu og hve rnikið er af smáfiski á hinum ýmsu fiskimiðum. Þetta eru allt atriði, sem í dag hafa grundvallarþýðingu fyrir mat okkar á ástandi þorskstofnsins, en árið 1932 var hvorki fyrir hendi nægi- legt fjármagn né þekking til þess að hleypa í framkvæmd öllum þessum hugmyndum Árna. Hann skrifaði árlega skýrslur um ástand þorsksins, en eins og að framan segir, beindist hugur hans í æ ríkari mæli að síldar- rannsóknunum. Þegar greinarhöfundur réðst að fiskideild Atvinnudeildar Pláskólans, eins og hún hét þá, í árslok 1946, voru þar starfandi Árni og dr. Her- mann Einarsson fiskifræðingur, sem tekið hafði við starfi dr. Finns Guð- mundssonar árið áður, en tók síðan að nokkru við síldarrannsóknum. At- vinnudeild Háskólans tók til starfa 18. september 1937, og var fiskideild ein af þremur deildum, en hinar voru búnaðardeild og iðnaðardeild. Veitti Árni fiskideild forstöðu frá upphafi og þar til hann réðst til Alþjóða- hafrannsóknaráðsins árið 1954. Auk Árna störfuðu þar upphaflega dr. Finnur Guðmundsson og sem aðstoðarmenn þeir Sigurleifur Vagnsson og Geir Gígja. Sigurleifur hafði sénnenntað sig í aldursákvörðunum á síld og laxi, og varð hann Árna því að hinu mesta liði. Sigurleifur og kona hans Viktoría Kristjánsdóttir störfuðu einnig mörg sumur við útibú fiskideildar á Siglufirði. Það varð Árna því mikið áfall, er Sigurleifur lézt árið 1950, en eftir andlát manns síns vann Viktoría á fiskideild til dauðadags. Að Sigurleifi látnum fékk Árni til liðs við sig Egil Jónsson, sem hann sendi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.