Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 94

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 94
92 MAGNÚS FJALLDAL ANDVARI slíka uppfyllingu er Ijóðlína eins og „Sultan Selim rata otvorio“ (Selim soldán lýsti yfir stríði), þar sem soldánstitillinn er einmitt þau tvö atkvæði, sem vantar. Af öðrum algengum föstum orðasamböndum er helzt að nefna ýmiss konar sagnir, sem eðli sínu samkvæmt gefa til kynna athöfn, svo og orðasambönd, sem ákvarða tíma. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna ljóðlínu eins og „Govorio Kraljevicu Marko“ (mælti Marko Kraljevic) eða „Govorio, rijec besedase“ (hann mælti, orð talaði hann). Föst orðasambönd, sem marka tíma, eru oft mjög skáld- leg, til að mynda: „Kad je zora krila pomolila“ (þegar morguninn breiddi út vængina) eða „Kad je sunce zemlju ogrijalo“ (þegar sólin hafði vermt jörðina). Eins og sjá má af framangreindum dæmum verður kvæðamaðurinn stöðugt að gh'ma við þá þraut að raða réttum atkvæðafjölda í hverja ljóðlínu. Samkvæmt athugunum þeirra Lords og Parrys er talning atkvæða þó ekki athöfn, sem kvæða- maðurinn er sér meðvitandi um. Hver ljóðlína verður til í sömu andrá og hún er kveðin. Að sjálfsögðu ráða æfing og færni miklu í þessari list, en fleira kemur þó til hjálpar. Fjöldi fastra orðasambanda er sömu atkvæðalengdar auk þess að hafa sömu eða svipaða merkingu. Þannig á kvæðamaðurinn oft á tíðum um margt að velja, þótt allar séu lausnirnar gamlir kunningjar áheyrenda. Ekki eru þó allar ljóðlínur í suðurslafneskum kveðskap saman settar af föst- um orðasamböndum einum saman, þótt víðast hvar séu þau til staðar í einhverri mynd. Einnig er algengt, að föst orðasambönd falli misvel að skilgreiningu þeirra Lords og Parrys. Þetta getur átt sér stað með ýmsu móti. Stundum vantar ein- hvern hluta orðasambands eða orðaröðin dregur dám af kunnuglegum setningum, þótt orðin séu önnur. Slík orðasambönd kallar Lord „formulaic,“ þ. e. laustengd. Þó fer fjarri, að hægt sé að sópa öllu, sem ekki stenzt flokkun Parrys, í þennan hóp. Til þess að koma til álita verður að minnsta kosti einn hluti fasts orðasam- bands að vera á sínum stað, og auk þess um sams konar takt og setningaskipan að ræða. Þótt yfirbragð fastra orðasambanda kunni að virðast harla steinrunnið, er eðli þeirra margbreytilegra en ætla mætti við fyrstu sýn. Þannig er kvæðagerðin ekki samtíningur af föstum orðasamböndum sínu úr hverri áttinni, heldur tengj- ast þau stefjunum, sem þau mynda. Eftir því sem kvæðamaðurinn hefur fleiri stef á valdi sínu, þeim mun fleiri föst orðasambönd hefur hann á takteinum. Mis- munandi áhugi og færni valda því, að engir tveir kvæðamenn hafa sama skálda- nesti, og leiða einnig til þess, að forði hvers og eins breytist eftir því, sem tímar líða. Slíkan mun er einnig að finna milli héraða. Ólíkar mállýzkur, saga og þjóð- félagsgerð hvers landshluta leiða af sér ólík stef og þar með mismunandi föst orðasambönd. I suðurslafneskum kveðskap er þessi munur þó skarpastur milli kristinna og Múhameðstrúarmanna. Það er því tungumálið eitt, sem afmarkar föst orðasambönd, enda hinn sameiginlegi sjóður, sem þau eru tekin úr. Það er eftirtektarvert, hve lífseig föst orðasambönd hafa reynzt í balkanskri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.