Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1980, Side 78

Andvari - 01.01.1980, Side 78
76 SVEINN SKORRI HOSKULDSSON ANDVARI kvæði til vina á hátíðlegum stundum og erfiljóð, en einnig hátíðarkvæði helguð þjóðum, löndum, sveitum og einstökum stofnunum og samtökum. Mjög eru þessi kvæði í hefðbundnum hátíðarljóðastíl íslenskum og verða tæplega talin persónu- lega einkennandi fyrir Guttorm sem skáld. Félagsleg og pólitísk ádeila setur mikinn svip á kvæðagerð Guttorms og sver hann sig þar löngum í ætt við þá Stephan G. og Þorstein. Gagnrýni hans beinist að höfðingjum þessa heims og misbeitingu auðs og valda og samúð hans með lítil- mögnum og undirokuðum er auðsæ. Friðarsinni var Guttormur líkt og Stephan G. og frá árum kalda stríðsins er sonnetta hans „Alþýða allra landa“ sem birtist í Kanadaþistli og lýkur svo: Þú sem átt rád á afli því og anda, aldrei að láta kúgast: þér að fórna, sjálfsmorð að fremja í þarfir þings og stjórna. Þú skalt, sem björgin steinlímd saman, standa. Neitaðu að láta bróður vega bróður, boðorðið haltu: Mann ei skaltu deyða. Það er að fylgja að friðarmálum Kristi. Valdhafans leptu’ ei lygi og undirróður, lát þér ei siga, út í stríð þig neyða; vegur er það til friðar fyrsti og stytzti. Heimspekileg og lífsskoðanleg vandamál verða með tímanum áleitin yrkisefni Guttorms. Nokkur slíkra kvæða hafa goðsöguleg eða biblíuleg minni að kjarna, önnur náttúrumyndir eða hversdagsleg atvik úr lífi vestur-íslensks bónda og erfiðis- manns. Töluvert eru sum þessara kvæða myrk og torlesin og kunna um sumt að minna á heimspekileg kvæði Benedikts Gröndals Sveinbjarnarsonar og í öðrum er sem bregði fyrir bergmáli frá Einari Benediktssyni. Sérstæðust og frumlegust ljóða Guttorms eru gaman- eða skopkvæði hans. Erum við þar komin að persónulegasta höfundareinkenni hans sem er húmor hans - skopskyn, háð og gamansemi. Að baki gáska og glettni Guttorms býr þó löngum alvara. Ef til vill hefur hann hugsað eitthvað líkt og Gestur Pálsson að háðið og skopið væri mönnum best læknismeðal. 1 nokkrum þessara kvæða beitir Guttormur vestur-íslenskum orðatiltækjum og enskum slettum til að laða fram skopleg áhrif. Kunnast þeirra mun líklega „Winnipeg lcelander". í sumum felst undir gamninu ádeila á vantrúnað við ís- lenska arfleifð og öpun engilsaxneskra hátta og málfars. Stundum tekst Guttormi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.