Andvari - 01.01.1980, Síða 69
EUGENIA OLHINA:
Frá Vilhjálmi Stefánssyni
Fyrir tæpum áratugi kom út bók í Sovétríkjunum um Vilhjálm Stefánsson. Það var
fyrrverandi samstarfskona Vilhjálms, Eugenia Olhina, sem skrifaði þessa bók og þótti að
henni mikill fengur þar í landi. Nú hefur bókin verið gefin út í annað sinn og nokkuð
endurbætt.
Mikið hefur verið ritað og rætt um Vilhjálm hér á landi, en það er samt forvitnilegt
að sjá hvað náin samstarfskona hans hefur að segja um þennan fjölhæfa landa okkar. Þar
eð bókin er ætluð sovéskum lesendum og fjölyrt um ýmislegt sem við Islendingar þekkjum
vel þótti hún ekki eiga erindi á íslenskan bókamarkað. En hér er gripið niður af handahófi
og þessi kafli fjallar um kenningar Vilhjálms varðandi mataræði og ýmislegt annað sem
að læknavísindum snýr.
Vilhjálmur Stefánsson hafði alla tíð áhuga á læknisfræði. Hann leit svo á, að
þessi fræði væru hluti af því þekkingarsviði, sem hann helgaði starfskrafta sína,
mannfræðinni.
Á heimskautaferðum sínum rannsakaði hann gaumgæfilega allar hliðar mann-
lífsins í heimskautalöndunum, og þá fór ekki hjá því að hann kynnti sér líka
heilsufar eskimóanna. Hann tók eftir því að þeir átu mikið af kjöti. Seinna reyndi
hann þetta á sjálfum sér, því hann lifði eingöngu á því sem veitt var til matar, bæði
fiski og kjöti, og þá gerðist hann ákafur talsmaður þessháttar mataræðis. Og það
þrátt fyrir þær staðhæfingar sem vísindamenn héldu þá mjög á lofti, að maöur-
inn gæti ekki lifað á eintómu kjöti. Og ekki nóg með það. Vilhjálmur Stefáns-
son hélt því fram, að kjöt hefði lækningarmátt. Tilviljunin réð því, að honum
tókst að sýna fram á að þessi skoðun væri rétt. Þrír ferðafélagar hans, sem trúðu
ekki á kenningar Vilhjálms og lifðu eingöngu á fæðu sem þeir fluttu með sér, fengu
skyrbjúg. Vilhjálmi tókst fljótlega að lækna þá með því að neyða þá til að drekka
blóð úr nýslátraðri villibráð.
Þegar Vilhjálmur sneri aftur úr heimskautaferðum sínum lenti hann í deilum
við lækna um þetta mál. Heimsstyrjöldin fyrri var í hámarki og hann vissi, að
breskir hermenn á vígvöllum Evrópu voru illa haldnir af skyrbjúgi. Hann sendi
tímariti bandarísku læknasamtakanna grein, sem hann nefndi „Observations on
three cases of scurvy“ („Athuganir á þremur skyrbjúgstilfellum“). Hann byggði
greinina á vísindalegum könnunum og því hversu vel tókst til við lækningu félag-
anna þriggja. Grein Vilhjálms lenti fyrst í bréfakörfunni, ásamt öðrum greinum