Andvari - 01.01.1980, Blaðsíða 129
ANDVAHI
TIL JÓNS SIGURÐSSONAR Á GAUTLÖNDUM
127
sig, og hefur að öðru hvörju þjónað
of ákaft eftir sínu lundarlagi, er síðan
farinn að slá slöku við, er mesti góð-
gjörðamaður, býr á gestgangsplátsi, og
rnunu of margir viljugir að víkja hönum
á glasinu, hvaðan mein hans kemur,
en þolir það hvörki uppá heilsu eða
geðsmuni. Hann á 8 börn, það elzta 12
ára. Af þeim styrki eg 1, sem er í fóstri.
Von á því 9da í haust, þá Jakobína mín
kom þangað. Síðan hefi eg ekki þaðan
frétt. Hann segir ekki mikið frá sínum
högum, kemur hér skjaldan sem aldrei.
Sr. Hallgrímur á hjá hönum talsverða
peninga. Þegar hann flutti sig hér aust-
ur, studdi eg hann töluvert, tegund líka
síðan, og ekki óhagkvæmlega. Eg get
hönum ekki meira bjargað, nema það
sem eg er frá Grænavatni smátt og smátt
að tína að hönum sína litlu arfs von.
Þetta verður að fela góðum guði á vald.
Mikið vel og forundrunarlega finnst
mér hann Bjarni minn á Vöglum fari að
ráði sínu, og hann blessast.
Sr. Jón á Skorrastað: Jón Hávarðsson prestur
á Skorrastað 1828-58 og í Heydölum 1858
-68.
[Sumarið 1858, ódagsett.]
Elskulegi tengdasonur.
Jeg þakka þér allra ástsamlegast
elskulegt bréf af 20ta Maji, sem eg með-
tók 2. Júní næstl. Bréfið var fróðlegt
og hafði margt það inni að halda, sem
mig gladdi, t. a. m. allar andlegar og
líkhamlegar framfarir minna elskuðu
Mývetninga. Ó! hvað gleðilegt er það
ekki, þar manneskjunni er það gefið að
geta lært so lengi hún lifir, að einn læri
af öðrum, og hinir eldri og burtdánu geti
frætt hina yngri og eftirlifandi. Það er
fagurt eftir mínum þanka að geta verið
frumkvöðull að slíku, en það finnst mér
so vandasamt, að það sé valla einstök-
um manni reynandi, nema hann hafi
þá sigursæld sér gefna, að margir verði
honum samtaka, en þar er að vona það
rætist, að gott málefni sé sigursælt.
Hinn pósturinn, viðvíkjandi Einari í
Haganesi, var og er allur ógleðilegri. Eg
þekkti hann frá því hann var hjá mér
vinnumaður í Reykjahlíð, hefi átt bréfa-
skipti við hann hér að austan, og mun
honum hafa þókt eg nógu harðorður,
eg hugsaði ekki urn of, og ekki fannst
föður hans sál. það, sem heyrði bréfs-
innihaldið gegnum Pétur í Hlíð, hvörj-
um eg sendi það opið.
Náðarsamlega leysti herrann Gamal-
íel sál. og þá Sigríði konu Einars, sem
átt hefur margan dag óskemmtilegan.
Já, mikið hefur Einar sjálfur liðið, sem
borið hefur í brjósti sér alla þá stóru
óánægju, öfuglyndi og amasemd, sem
þaðan hefur útflotið. Máske hann linist
nú og taki því ljúft, að börnunum verði
ráðstafað til annarra. Eg ætla valla að
gjöra ráð fyrir so manngjörnu kven-
fólki, sem renni að Einari með hans
búshag. Það gladdi mig, að ferð þín í
Húnavatnssýsluna féll þér öll til sóma,
og fer Sr. Þorsteinn á Hálsi fögrum orð-
um um það, en þungan sting fengum við
af sögunni um tilfelli Sr. Sigfúsar okk-
ar, og veikleika hans síðan, sem þar af
hefur stafað. Missir hefði hans ungu
verið stór að hönum.
So glaðir sem menn vóru í anda yfir
góðviðrunum, sem so oft voru síðast-
liðinn vetur, so hart og bágt hefur vorið
reynzt. Fyrir uppstigningardag komu
bruna norðanveður, sem hvíldarlaust
viðvöruðu fram yfir hvítasunnu. Lítill
snjór kom hér, en feikimikill í Héraði,
þá voru fáir dagar blíðir um Trinit., en
síðan komu rigningar, sem hvíldarlítið
fram héldu allt að Jónsmessu, þó yfir-
tæki nóttina millum 14da og 15da Júní,
þá var hér sú úrkoma, að það heyrðist