Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 18

Andvari - 01.01.1998, Page 18
16 GUNNLAUGUR A. JÓNSSON ANDVARI löngun Sigurðar var mikil og sterk til frekara náms. Varð það honum til happs að hann komst í vist hjá sr. Guðmundi Einarssyni presti á Þingvöllum og síðar á Mosfelli, sem hann taldi síðar einn helsta vel- gjörðamann sinn. Á sama tíma var þar Jón Kristófer „kadett“ og las undir gagnfræðapróf hjá sr. Guðmundi. Tókst með Jóni Kristófer og Sigurði vinátta sem hélst síðan.4 Einnig var þar um skeið Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup íslands. Ur þessu slitnaði ekki námsferill Sigurðar þar til hann lauk emb- ættisprófi í guðfræði 1933, en stúdentsprófi hafði hann lokið frá Menntaskólanum í Reykjavík: 1928. Á þessum árum höfðu kynni hans af sr. Friðriki Friðrikssyni og Marteini Meulenberg, yfirmanni kaþólsku kirkjunnar hér á landi, mikil áhrif á hann, og verður gerð nánari grein fyrir þeim hér á eftir. Hann sótti mikið guðsþjónustur, einkum í KFUM og Dómkirkjunni en einnig söfnuðum utan þjóð- kirkjunnar, ekki síst í Fríkirkjunni og hjá hvítasunnumönnum. Leyn- ir sér ekki að Siguður hefur verið mjög leitandi á þessum árum. í guðfræðideildinni var á þessum árum ríkjandi sú guðfræðistefna sem ýmist var kölluð „ný“ eða kennd við „frjálslyndi“, og felldi Sig- urður sig illa við hana, hafði þegar mótast á annan veg. Hann var þegar tekinn að vekja athygli fyrir ákveðnar skoðanir sínar í trúmál- um. Um hann var sagt að hann talaði af myndugleika „um Guð eins og hann væri staðreynd“. Þá þótti prófprédikun sú er hann flutti snemma árs 1933 bera það með sér að þar færi efni í mikinn kenni- mann. Um þá ræðu sagði sr. Eiríkur J. Eiríksson að hún væri ein allra snjallasta ræða sem hann hefði heyrt á ævinni.5 Hraungerðisárin Að námi loknu sótti Sigurður um Hraungerðisprestakall þrátt fyrir að hann þekkti ekki einn einasta mann í prestakallinu og náði þar kosningu eftir allsnarpa kosningabaráttu, en á móti honum sóttu þeir sr. Valgeir Helgason og sr. Þorgeir Jónsson, skólastjóri Héraðsskól- ans að Reykjum í Hrútafirði. Kom sá síðarnefndi lítið við sögu í þessum kosningum, sem stóðu fyrst og fremst milli hinna tveggja umsækjendanna. Var Sigurður vígður hinn 28. maí 1933 í Dómkirkj- unni í Reykjavík af Jóni biskupi Helgasyni (1866-1942).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.