Andvari - 01.01.1998, Síða 18
16
GUNNLAUGUR A. JÓNSSON
ANDVARI
löngun Sigurðar var mikil og sterk til frekara náms. Varð það honum
til happs að hann komst í vist hjá sr. Guðmundi Einarssyni presti á
Þingvöllum og síðar á Mosfelli, sem hann taldi síðar einn helsta vel-
gjörðamann sinn. Á sama tíma var þar Jón Kristófer „kadett“ og las
undir gagnfræðapróf hjá sr. Guðmundi. Tókst með Jóni Kristófer og
Sigurði vinátta sem hélst síðan.4 Einnig var þar um skeið Sigurbjörn
Einarsson, síðar biskup íslands.
Ur þessu slitnaði ekki námsferill Sigurðar þar til hann lauk emb-
ættisprófi í guðfræði 1933, en stúdentsprófi hafði hann lokið frá
Menntaskólanum í Reykjavík: 1928. Á þessum árum höfðu kynni
hans af sr. Friðriki Friðrikssyni og Marteini Meulenberg, yfirmanni
kaþólsku kirkjunnar hér á landi, mikil áhrif á hann, og verður gerð
nánari grein fyrir þeim hér á eftir. Hann sótti mikið guðsþjónustur,
einkum í KFUM og Dómkirkjunni en einnig söfnuðum utan þjóð-
kirkjunnar, ekki síst í Fríkirkjunni og hjá hvítasunnumönnum. Leyn-
ir sér ekki að Siguður hefur verið mjög leitandi á þessum árum.
í guðfræðideildinni var á þessum árum ríkjandi sú guðfræðistefna
sem ýmist var kölluð „ný“ eða kennd við „frjálslyndi“, og felldi Sig-
urður sig illa við hana, hafði þegar mótast á annan veg. Hann var
þegar tekinn að vekja athygli fyrir ákveðnar skoðanir sínar í trúmál-
um. Um hann var sagt að hann talaði af myndugleika „um Guð eins
og hann væri staðreynd“. Þá þótti prófprédikun sú er hann flutti
snemma árs 1933 bera það með sér að þar færi efni í mikinn kenni-
mann. Um þá ræðu sagði sr. Eiríkur J. Eiríksson að hún væri ein
allra snjallasta ræða sem hann hefði heyrt á ævinni.5
Hraungerðisárin
Að námi loknu sótti Sigurður um Hraungerðisprestakall þrátt fyrir
að hann þekkti ekki einn einasta mann í prestakallinu og náði þar
kosningu eftir allsnarpa kosningabaráttu, en á móti honum sóttu þeir
sr. Valgeir Helgason og sr. Þorgeir Jónsson, skólastjóri Héraðsskól-
ans að Reykjum í Hrútafirði. Kom sá síðarnefndi lítið við sögu í
þessum kosningum, sem stóðu fyrst og fremst milli hinna tveggja
umsækjendanna. Var Sigurður vígður hinn 28. maí 1933 í Dómkirkj-
unni í Reykjavík af Jóni biskupi Helgasyni (1866-1942).