Andvari - 01.01.1998, Page 20
18
GUNNLAUGUR A. JÓNSSON
ANDVARI
Sr. Sigurjón Einarsson dvaldi sem ungur guðfræðinemi á prest-
setrinu í Hraungerði sumarlangt árið 1954 og hefur komist þannig að
orði um þá dvöl: „I Hraungerði kynntist ég lúterskri heimilisguð-
rækni, tíðasöng og ilmi í stofu, sem allt var í senn: reykelsis-, vindla-
og kaffiilmur. Skýrastir í endurminningunni eru þó sunnudagarnir,
þegar messað var í heimakirkjunni og kirkjukaffið á eftir, þegar hús-
ið var fullt af gestum, sóknarpresturinn í lærðum samræðum við
greinda Arnesinga, en frú Stefanía á fartinni með kaffi og brauð.“7
Árin í Hraungerði voru mjög annasamur tími því fljótlega hófu
þau hjónin búskap samhliða preststarfinu og einnig ráku þau símstöð
sem var opin meira og minna allan daginn þó að ekki væri skylt að
hafa hana opna nema 2-3 stundir á dag.
Selfossárin
Þegar kom fram á sjötta áratuginn hafði fólki fjölgað svo á Selfossi
að það hlaut að koma að því að þungamiðja prestakallsins færðist
þangað. Það stuðlaði líka að þeirri þróun að þau hjónin voru tekin
að þreytast á búskapnum og erfiðara var að fá aðstoðarfólk en áður.
Þau fengu því heimild til að flytjast til Selfoss og reistu sér hús á hæð
rétt vestan við Ölfusárbrú. Unnu þau sjálf mikið að byggingunni og
nutu við það aðstoðar barna sinna. Árið 1956 fluttu þau inn í húsið.
Húsbyggingin var þeim fjárhagslega erfið og þar sem þau höfðu ekki
lengur neitt bú varð það til þess að fyrstu árin á Selfossi voru þeirra
erfiðustu ár hvað afkomuna snerti.
Tæpum tveimur árum áður höfðu foreldrar mínir flust til Selfoss
og tókst fljótlega góð vinátta með fjölskyldunum. Móðir mín lék
mikið á píanó og samdi dálítið af lögum og fannst ekki ónýtt að fá
slíka söngkonu sem Stefaníu til að æfa með sér, og var ekki annað að
heyra en að Stefaníu þætti fengur í að hafa nú fengið undirleikara.
Voru það ekki fá skiptin sem þær spiluðu og sungu saman, ekki síst
þegar gesti bar að garði. Faðir minn bar líka mikla virðingu fyrir gáf-
um og lærdómi sr. Sigurðar, auk þess sem þeir voru samherjar í
stjórnmálum, en stundum var hart tekist á um stjórnmál meðal Sel-
fyssinga. Faðir minn var algjör bindindismaður á þessum árum. Einu
skiptin sem hann þáði eitt staup eða svo var þegar hann kom í heim-