Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Síða 20

Andvari - 01.01.1998, Síða 20
18 GUNNLAUGUR A. JÓNSSON ANDVARI Sr. Sigurjón Einarsson dvaldi sem ungur guðfræðinemi á prest- setrinu í Hraungerði sumarlangt árið 1954 og hefur komist þannig að orði um þá dvöl: „I Hraungerði kynntist ég lúterskri heimilisguð- rækni, tíðasöng og ilmi í stofu, sem allt var í senn: reykelsis-, vindla- og kaffiilmur. Skýrastir í endurminningunni eru þó sunnudagarnir, þegar messað var í heimakirkjunni og kirkjukaffið á eftir, þegar hús- ið var fullt af gestum, sóknarpresturinn í lærðum samræðum við greinda Arnesinga, en frú Stefanía á fartinni með kaffi og brauð.“7 Árin í Hraungerði voru mjög annasamur tími því fljótlega hófu þau hjónin búskap samhliða preststarfinu og einnig ráku þau símstöð sem var opin meira og minna allan daginn þó að ekki væri skylt að hafa hana opna nema 2-3 stundir á dag. Selfossárin Þegar kom fram á sjötta áratuginn hafði fólki fjölgað svo á Selfossi að það hlaut að koma að því að þungamiðja prestakallsins færðist þangað. Það stuðlaði líka að þeirri þróun að þau hjónin voru tekin að þreytast á búskapnum og erfiðara var að fá aðstoðarfólk en áður. Þau fengu því heimild til að flytjast til Selfoss og reistu sér hús á hæð rétt vestan við Ölfusárbrú. Unnu þau sjálf mikið að byggingunni og nutu við það aðstoðar barna sinna. Árið 1956 fluttu þau inn í húsið. Húsbyggingin var þeim fjárhagslega erfið og þar sem þau höfðu ekki lengur neitt bú varð það til þess að fyrstu árin á Selfossi voru þeirra erfiðustu ár hvað afkomuna snerti. Tæpum tveimur árum áður höfðu foreldrar mínir flust til Selfoss og tókst fljótlega góð vinátta með fjölskyldunum. Móðir mín lék mikið á píanó og samdi dálítið af lögum og fannst ekki ónýtt að fá slíka söngkonu sem Stefaníu til að æfa með sér, og var ekki annað að heyra en að Stefaníu þætti fengur í að hafa nú fengið undirleikara. Voru það ekki fá skiptin sem þær spiluðu og sungu saman, ekki síst þegar gesti bar að garði. Faðir minn bar líka mikla virðingu fyrir gáf- um og lærdómi sr. Sigurðar, auk þess sem þeir voru samherjar í stjórnmálum, en stundum var hart tekist á um stjórnmál meðal Sel- fyssinga. Faðir minn var algjör bindindismaður á þessum árum. Einu skiptin sem hann þáði eitt staup eða svo var þegar hann kom í heim-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.