Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 26

Andvari - 01.01.1998, Side 26
24 GUNNLAUGUR A. JÓNSSON ANDVARI og annars staðar. Hann var köllun sinni trúr og þjónaði kirkjunni af trúmennsku og alúð og við hverja guðsþjónustu hljómaði rödd konu hans og fyllti kirkjuna sérstökum blæ. Og enn var haft á orði hversu mikil gestrisni þeirra hjóna var og að þau væru þannig gestgjafar að engum leiddist í návist þeirra. Um þau var sagt að þau hefðu auðgað líf safnaðarins með vináttu, visku og kærleika og þannig reynst sann- ir boðberar fagnaðarerindisins.13 Kynni af og áhriffrá mikilhœfum einstaklingum Ekki er vafi á því að sá kunni klerkur sr. Árni Þórarinsson (1860- 1948) er meðal þeirra manna sem mest mótandi áhrif höfðu á sr. Sig- urð Pálsson. Hefur sr. Sigurður skýrt frá því að honum finnist það vera fyrsta minning lífs síns er hann fór í kirkju hjá sr. Árna með afa sínum. „Ég var svo gagntekinn af messunni, að ég tók að messa strax, þegar ég var kominn heim. Og það var eiginlega minn aðal- leikur í æskunni að syngja messur,“ segir sr. Sigurður um þessa áhrifamiklu bernskureynslu sína.14 Bætir hann því við að frá því hafi hann ekki getað hugsað sér annað en að verða prestur. Sr. Árni var þannig fyrsti presturinn sem Sigurður Pálsson hafði kynni af og taldi hann það hafa verið sér ómissandi að þekkja hann. Sr. Árni hafi verið svo einstakur og hafi sérstaklega haft það til að bera umfram aðra menn, „að hann var í senn óumdeilanlega geist- legur höfðingi og gat blandað geði við allan almenning, alveg hreint, hvern sem var og fórst það allt jafn vel.“15 Ekki er ólíklegt að einmitt að þessu leyti hafi Sigurður orðið fyrir áhrifum frá sr. Árna, því að sjálfur var sr. Sigurður ætíð laus við allt sem flokkast gat undir „snobb“ og átti ekki í neinum erfiðleikum með að blanda geði við allan almenning. Raunar hafði sr. Sigurði verið innprentað þetta mjög ákveðið af móður sinni í æsku þannig að sennilega eru þau áhrif í ríkari mæli þaðan komin. Sjálfur hefur sr. Sigurður skýrt frá því hversu áhrifaríkur ferm- ingarundirbúningur sr. Árna hafi verið. Hann gengur svo langt að segja að fermingarfræðslan hjá sr. Árna hafi haft meiri áhrif á sig en öll guðfræði sem hann hafi síðan lært. Sr. Árni minnist líka nokkrum sinnum á sr. Sigurð í ævisögu sinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.