Andvari - 01.01.1998, Síða 27
ANDVARI
SIGURÐUR PÁLSSON
25
á meðal er að finna skemmtilega sögu þar sem sr. Árni segist
ekki hlusta á nokkurn mann um trúmál, sem hann viti að hafi verið í
skóla. Segist hann hafa fengið óskapar vitranir af vörum alþýðufólks,
en aðeins einu sinni af skólamanni og sá var sr. Sigurður Pálsson.
Frásögn sr. Árna af því atviki er þannig:
Hann bjó um eitt skeið, er hann var í skóla, hjá útlendum konsúli í Reykja-
vík. Það var eitt sinn um vetur, að búið var að læsa útidyrum hússins, þegar
hann kom seint heim um kvöld. Hann tekur í hurðarhúninn og reynir að
opna, en finnur að hurðin er harðlæst. Hann hafði engan útidyralykil á sér
og sá því engin ráð til að komast inn. Þá biður hann Guð að hjálpa sér inn í
húsið. Síðan tekur hann aftur í húninn. Og þá opnast hurðin. Jesús kom að
luktum dyrum, segir í Heilagri ritningu.16
Ljóst er að gagnkvæm virðing hefur ríkt milli sr. Sigurðar og sr. Árna.
keú sr. Sigurður á sr. Árna sem sérstakan velgjörðarmann sinn og sr.
^rru taldi sig eiga nokkurn þátt í því að Sigurður gekk menntaveginn
°§ rnat hann mikils. Það sýndi hann meðal annars í verki með því að
saekja Hraungerðismótin og tilvitnunin að framan sýnir umfram allt að
nann hefur talið sr. Sigurð hafa sérstöðu meðal íslenskra presta. Það
þarf því ekki að koma á óvart að það skyldi koma í hlut sr. Sigurðar
að flytja minningarorð við útför sr. Árna.
Sr. Sigurður hefur haldið því fram að tveir menn hafi staðið upp úr
at þeim sem hann kynntist. Það voru þeir sr. Friðrik Friðriksson
(1868-1961) og sr. Árni Þórarinsson. Þegar fyrir fermingu höfðu
söngvar sr. Friðriks haft áhrif á Sigurð. Segir hann söngvana hafa
náð svo sterkum tökum á sér að þeir hafi ósjálfrátt fallið inn í bæna-
áald hans fyrir ferminguna. Á námsárum sínum í Reykjavík segir sr.
águrður að þeir sr. Friðrik og sr. Bjarni Jónsson (1881-1965) hafi ver-
10 þeir kennimenn sem veittu honum mest. Hjá sr. Friðriki og KFUM
annst honum hann finna réttan og uppbyggilegan kristindóm. Varð
'gurði og sr. Friðriki þá vel til vina og hélst sá vinskapur alla tíð. Hef-
Ur frú Stefanía sagt að sr. Friðrik hafi verið eftirminnilegasti gesturinn
^ern heimsótti þau hjónin í Hraungerði og á Selfossi. Dvaldi hann yfir-
eitt nokkra daga í senn. „Hann var engum líkur, því að hann var svo
rjór,“ hefur Stefanía sagt.17 Sr. Sigurður segir að sterka hlið sr. Frið-
riks hafi verið sú að hann hafi „verið úti um allt“, haft mjög fastmót-
a nr skoðanir og gert upp hug sinn um nánast allt. Hann hafi verið
Kemmtilegur og ágætur maður, lagt mjög mikið á sig og haft mótandi
nhrif á heila kynslóð og búi Reykjavík enn að þeim.ls