Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 32

Andvari - 01.01.1998, Page 32
30 GUNNLAUGUR A. JÓNSSON ANDVARI saman að því máli. Tók sr. Arngrímur ásamt sr. Sigurði þátt í frægum guðsþjónustum í Dómkirkjunni og á Bessastöðum, sem mörkuðu djúp spor í baráttunni fyrir endurnýjun hinnar sígildu messu. Dr. Róbert A. Ottósson (1912-1974), söngmálastjóri þjóðkirkjunn- ar, vann einnig náið með sr. Sigurði að endurnýjun messunnar, eins og nánar verður vikið að í kaflanum um litúrgísku hreyfinguna hér að aftan. Dr. Róbert stundaði mikið rannsóknir á söpu íslensks messu- og sálmasöngs og lauk dr. phil. prófi frá Háskóla Islands árið 1959. Hafði sr. Sigurður beint honum inn á þá braut sem leiddi til doktorsritgerðar hans. Samband sr. Sigurðar og sr. Sigurbjörns Einarssonar biskups er óneitanlega talsvert flókið, og verður það ekki viðfangsefni þessarar ritsmíðar að greina það. Ljóst er þó að þeir höfðu mörg hinna stærstu mála kirkjunnar að sameiginlegu baráttumáli. Kveður þar mest að baráttunni fyrir endurreisn Skálholts og hinnar sígildu messu. Einnig voru þeir báðir andstæðingar nýguðfræðinnar. Þrátt fyrir það fór því fjarri að þeir væru alltaf samstiga eða að þeir gætu talist nánir samherjar. Má minna á að þá greindi á í stjórnmálum, þó að sennilega hafi það ekki skipt mestu máli í þessu sambandi. Hraungerðismótin Á árunum 1938-42 voru haldin kristileg mót á túninu í Hraungerði. Að þessum mótum stóðu Kristilegt stúdentafélag, KFUM og K og Kristniboðssambandið í samvinnu við sr. Sigurð Pálsson. Tilefni þess að þessi mót hófust í Hraungerði voru þau að sr. Sigurður og Stefanía sóttu eitt sinn æskulýðsmót sem haldið var hjá Elliðavatni þar sem KFUM og K stóðu fyrir tjaldbúðum. Sr. Sigurður sagði við mótshaldarana að það væri ómögulegt fyrir þá að hafa ekki kirkju. „Komið þið heldur til okkar að Hraungerði, þar er hægt að tjalda á túninu.“ Hann var tekinn á orðinu og næstu fjögur sumur voru mótin haldin í Hraungerði, jafnan í júnímánuði.26 Mót þessi vöktu mikla athygli og voru mjög fjölsótt. Líta má á þau sem öflugt andóf gegn hinni svokölluðu frjálslyndu guðfræði sem hafði verið talsvert ríkjandi hér á landi frá því fljótlega upp úr aldamótum. Mótin stóðu frá laugardegi og fram á mánudag. Oft
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.