Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 40

Andvari - 01.01.1998, Page 40
38 GUNNLAUGUR A. JÓNSSON ANDVARI fræðideild Háskóla íslands árið 1976. Eins og fram kemur í rökstuðn- ingi guðfræðideildar var það fyrir rannsóknir á sviði litúrgískra fræða sem sr. Sigurður var sæmdur þessari nafnbót. Formálinn að heiðurs- doktorskjöri hans var svohljóðandi: Sigurður Pálsson er fæddur 1901. Hann hefur á langri starfsævi aflað sér óvenju víðtækrar þekkingar á sögu hins kristna helgihalds, einkum innan fornkirkjunnar. Hann hefur einnig unnið sleitulaust að því að kynna sér sögu íslenzks helgihalds til forna jafnt sem eftir siðbót, og bera litúrgískar tillögur hans þess vott. Með fræðastarfi sínu, útgáfustarfi og námskeiðum hefur hann eflt áhuga á litúrgískum fræðum og verið vekjandi afl innan kirkjunnar um endurnýjun helgihaldsins og endurreisn fornra hátta í þessu efni. Þótt menn greini á um stefnuna í þessum málum, nýtur séra Sigurður mik- ils álits sem fræðimaður í litúrgískum efnum og hefur vakið menn til um- hugsunar um þessi mál. Hann hefur unnið af mikilli eljusemi að útgáfu bóka og rita til leiðbeiningar um helgihald og hlýtur að teljast hinn mesti atkvæða- maður og brautryðjandi á þessu sviði. Séra Sigurður Pálsson hóf snemma sem sveitaprestur að gefa sig að fræða- störfum, sem hafa borið ávöxt í vekjandi umbótastarfi innan kirkjunnar. Af þessum sökum telur guðfræðideild Háskóla íslands sér sæmd að því að heiðra Sigurð Pálsson með titlinum doctor theologiae honoris causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað. Baráttan fyrir endurreisn Skálholts Ekki er vafi á því að endurreisn Skálholts er einn þýðingarmesti at- burðurinn í íslenskri kirkjusögu þessarar aldar. I baráttunni fyrir þeirri endurreisn var hlutur sr. Sigurðar Pálssonar ekki lítill. Segja má að erindi sem hann flutti á prestastefnu og síðan var birt sem grein í Kirkjuritinu árið 194347 hafi orðið til að hrinda af stað hreyf- ingu um þetta mál. Sr. Sigurbjörn Einarsson varð síðan öflugasti liðsmaðurinn í þess- ari baráttu og eftir að hann hóf útgáfu tímaritsins Víðförla má segja að málefni Skálholts hafi verið þar á dagskrá í hverju hefti. Skál- holtsfélag var stofnað árið 1949 og varð sr. Sigurbjörn formaður þess. Stóð félagið fyrir því að farið var að halda Skálholtshátíðir á Þor- láksmessu á sumri, sem voru mjög til þess fallnar að draga athyglina að Skálholti og styðja við baráttuna fyrir endurreisn staðarins. Ofannefnda grein sína byrjar sr. Sigurður Pálsson á því að minna á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.