Andvari - 01.01.1998, Page 43
andvari
SIGURÐUR PÁLSSON
41
fundur í Prestafélagi Suðurlands og hefur sr. Siguður lýst því sem
fram fór:
Við höfðum fundinn hér í kirkjunni, og þar flutti núverandi biskup [Sigur-
björn Einarsson] eina af sínum snjöllu og ljómandi góðu ræðum. Síðan fóru
allir í hempum út í kirkjugarðinn, og þar kom margt stórmenni, forsetinn og
eitthvað af ríkisstjórninni og margir aðrir. Við vorum að tala um það okkar á
milli, hvað við ættum nú eiginlega að gera þarna við gröfina. Þá minntumst
við þess, að þegar bein Þorláks helga voru tekin upp, þá var fenginn til að
stýra þeim söng, sem þar var sunginn, Guðmundur Arason, sem ekki var þá
orðinn biskup. Það sýnir, að hann hefur verið litúrgíumaður, - að Skálholts-
biskup, Páll, skyldi sérstaklega fá hann til. Og þar er getið um einn söng, sem
sunginn var. Það var „Te Deum.“ Og þetta hefðum við viljað láta syngja, en
þá var ástandið þannig, að það kunni þetta enginn maður nema bara við
tveir, núverandi biskup og ég. Og við vorum ekki nógu miklir söngmenn til
þess að taka þetta að okkur einir, svo að það varð úr, að við sungum sálm-
inn, sem þá var númer tvö í sálmabókinni. Hann er ortur út af „Te Deum,“ -
„Þig Guð, vor Drottinn, göfgum vér.“ - Hann skilar ekki vel frumtextanum,
en er þó með efnið. Það er soddan vitleysa að taka þessa klassísku söngva og
breyta þeim í rím. Það er eyðilegging á þeim. Við sungum mikið af sálmin-
um, en þá kom þessi steypi, grenjandi rigning, aldeilis ótrúleg. Allt flóði í
vatni. En það var nú yndisleg stund að vera þarna, þó að veðrið væri svona
[. . .] Þegar lyft var fyrstu hellunni, sást ekkert nema musk. En svo, þegar
önnur hellan kom, sást kúpan, svona skemmtilega hvít. Hitt var allt mikið til
horfið, nema leifarnar af stafnum, broddurinn að neðan og kræklan að ofan
[. . .] Þetta var engu líkt, engri annarri reynslu.49
Nokkru síðar fóru þeir sr. Sigurður og sr. Arngrímur Jónsson og
sungu „tvo kirkjudagshymna“ þarna í rústunum, og vakti það nokkra
uthygli.
Þegar staða Skálholtsstaðar er skoðuð eins og hún blasir við á ár-
mu 1998 verður ekki annað séð en margar af þeim hugmyndum sem
Sr- Sigurður kynnti fyrir 55 árum séu orðnar að veruleika. íslending-
ar þurfa ekki að blygðast sín fyrir staðinn heldur eru þvert á móti
stoltir af að sýna hann og hina glæsilegu dómkirkju erlendum ferða-
Ufönnum, sem eru þar í hópum flesta daga ársins og njóta tónlistar
sem þar er reglulega flutt af mörgum af okkar færustu listamönnum.
er líka ágæt aðstaða til að bjóða ferðamönnum upp á veitingar
°g gistingu. Mikil starfsemi er í kirkjunni, skóli er á staðnum og inn-
lendar og alþjóðlegar ráðstefnur um kirkjuleg og menningarleg mál-
efrú eru haldnar þar reglulega. Margir njóta þar kyrrðardaga og hóp-