Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 45

Andvari - 01.01.1998, Page 45
andvari SIGURÐUR PÁLSSON 43 ætla sér að gefa orði Guðs mælskuskrautfjaðrir er líkt og að takast fyrir hendur að skreyta sólina,“ hefur hann skrifað og þar bætir hann við: „Eina listgáfan, sem úrslitum ræður um gildi prédikunar, er heilshugar þakklæti til Guðs fyrir fagnaðarerindi boðskaparins og kærleiki til þeirra áheyrenda, sem prédikarinn á að kunngera náð Guðs elsku.“51 Ef það var eitthvað sem öðru fremur einkenndi prédik- anir sr. Sigurðar var það hin mikla lotning hans fyrir orði Guðs. Prédikun hans sveigði afskaplega oft að veruleika kirkjunnar og sakramentunum. Óhætt er að fullyrða að hann hafi verið þannig prestur að engum hafi dottið í hug að spyrja hvort hann væri trúaður. Sjálfum er mér minnisstæð jólaprédikun sem sr. Sigurður Pálsson flutti í Reykhólakirkju árið 1973. Ég var þá á öðru ári í guðfræði og þau hjónin höfðu boðið mér að vera með þeim um jólin fyrir vestan °g ferðast með þeim um Reykhólasveitina þar sem ég hafði búið tvö fyrstu ár ævi minnar. Mér fannst sem í þessari jólaprédikun sinni hefði sr. Sigurður nýtt sér vel reynslu sína af búskapnum í Hraun- gerði og að hann næði vel til sveitafólksins með boðskap sinn. Pann- ig minnist ég þess hvernig hann lagði áherslu á að dýrin ættu líka að fá hlutdeild í jólahaldinu. Frelsarinn hefði fæðst í jötu í fjárhúsi og það væri því við hæfi að einhver aukaglaðningur yrði veittur í fjár- húsunum á fæðingarhátíð frelsarans. Hér fannst mér hann vera sama sinnis og menn eins og heilagur Frans frá Assisi og dýravinurinn ntikli, dr. Albert Schweitzer. Atburðir jólanna urðu ekki bara fyrir ntennina heldur fyrir alla sköpunina. Dýrin skyldu líka njóta þeirra. Mér þótti mjög vænt um þetta boð þeirra hjóna og fannst jólahald- með þeim sérstaklega hátíðlegt. Voru þau mjög vinsamleg við mig °g minnist ég þess hvað það var skemmtilegur aðdragandi hátíðar- mnar þegar við sr. Sigurður vorum niðri í kjallara prestsbústaðarins að saga niður hangikjötsframpart í jólamatinn og hann notaði tæki- ferið til að spjalla við mig um margt sem snerti jólahaldið. Hann leit Svo á að jólin væru ómetanlegt menningarfyrirbæri. Umgengnishætt- lr fólks yrðu þá hlýlegri og lífið allt ljúfara. Hann taldi að það bæri að vernda og efla jólahaldið með því að beina augum manna æ betur að elsku Guðs. Hann taldi jólahátíðina bráðnauðsynlega til að halda höfuðstaðreyndum trúarinnar á réttum og sönnum grunni.52 Frá þessum jólum á Reykhólum er mér líka minnisstætt er við horfðum saman á jólamessu í sjónvarpinu þar sem herra Sigurbjörn Einarsson biskup prédikaði út frá jólaguðspjalli Jóhannesar, „í upp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.