Andvari - 01.01.1998, Page 48
46
GUNNLAUGUR A. JÓNSSON
ANDVARI
að hjá syni hans. Engu að síður tel ég ástæðu til að fara nokkrum
orðum um þetta mikilvæga efni á grundvelli þeirra gagna sem ég hef
undir höndum.
Kirkjan sem líkami Krists
Það er hafið yfir allan efa og fyrir því höfum við orð sr. Sigurðar
sjálfs að hann varð sem ungur maður fyrir mjög umtalsverðum áhrif-
um frá Marteini Meulenberg, yfirmanni og síðar biskupi kaþólsku
kirkjunnar á íslandi. í minningum sínum um Meulenberg segir sr.
Sigurður frá því að eitt sitt hafi þeir rætt um kirkjuna.
Þá heyrði ég, að ég held í fyrsta sinn, talað um hana sem líkama Krists, sem
allur lyti einu höfði, honum sjálfum. Þá hlaut auðvitað að koma að sundr-
ungu siðaskiptanna. í því sambandi lýsti Meulenberg í stuttu máli en með
sterkum orðum því spellvirki sem hann taldi Lúter hafa unnið kirkjunni.
Þótti mér hann svo stórorður að ég bað hann um frekari rökstuðning. Því
svaraði hann á þá lund að Lúter hefði tvístrað kirkjunni, sundrað líkama
Krists og verri verknaður væri ekki til. Við þessi orðaskipti færðist hann allur
í aukana. Hann ljómaði af tilfinningu og brennandi áhuga, en á Lúter var
ekki minnst framar. Meulenberg talaði af kærleika og hrifningu um helgi
kirkjunnar, sem byggðist á órjúfanlegum tengslum við Krist. Hann vitnaði í
Jóhannesarguðspjall, einkum 17. kapítula, og Pál postula. Mér er ógleyman-
leg sú kærleiksglóð sem brann í orðum hans. Fannst mér svo mjög til um
þessa ræðu Meulenbergs að mér datt í hug, að hann væri eins og Páll postuli,
hafinn til þriðja himins og talaði þaðan. Lúter var horfinn, en við blasti dýrð
hjálpræðisins og hið guðlega hlutverk kirkjunnar. Um þessar mundir vissi ég
sáralítið um Martein Lúter, og það var ekki fyrr en eftir tugi ára að ég komst
að raun um að viðhorf hans til kirkjunnar voru nauðalík því sem Meulen-
berg lauk upp fyrir mér. Báðir trúðu þeir á heilaga, postullega kirkju sem
guðlega staðreynd í mannheimi.55
Eining kirkjunnar
Það er vert að veita því athygli að sr. Sigurður orðar það beinlínis
svo að Meulenberg hafi „lokið upp“ fyrir honum viðhorfi til kirkj-
unnar. Af þessu má ráða - og þá skoðun hef ég áður látið í ljós56 - að
eining kirkjunnar hafi verið sr. Sigurði mikið áhugamál. Hann horfði