Andvari - 01.01.1998, Page 49
andvari
SIGURÐUR PÁLSSON
47
meira á það sem sameinaði hinar ólíku kirkjudeildir en það sem
sundraði þeim. Þar er vafalaust að finna meginskýringuna á því að
ýmsir þóttust greina kaþólsk áhrif í guðfræði hans. Með bók sinni
um sögu og efni messunnar vildi hann sýna fram á að langflestar
helgisiðareglur lútersku kirkjunnar væru sameiginlegar henni og
kaþólsku kirkjunni. Þær væru til orðnar við kristið helgihald og því
jafnnáttúrlegar kaþólskum og mótmælendum. Hann hafði sem ungur
maður ekki aðeins haft náin kynni af kaþólsku kirkjunni heldur
einnig hvítasunnuhreyfingunni. Þessi kynni hafa tvímælalaust orðið
hl að auka skilning hans á því sem sameinaði ólíkar kirkjudeildir.
Um þá tvo menn sem höfðu hvað mest áhrif á hann á mótunarárum
hans, þá Meulenberg og sr. Friðrik, hefur hann sagt að hann hafi
aldrei fundið annað en þeir væru báðir trúnaðarmenn hinnar einu og
sönnu kirkju Krists.57
Um mikilvœgi leikmannastarfsins í kirkjunni
Enginn skortur er á rituðum heimildum sem sýna að sr. Sigurður
hefur gert sér fulla grein fyrir mikilvægi leikmannahreyfingarinnar í
kirkjunni. Það er því auðvelt að hrekja allar staðhæfingar um að
hann hafi lagt lítið upp úr starfi leikmanna í kirkjunni. í viðtali í
Kirkjuritinu árið 1977 segir hann að það sé „gersamlega vonlaust að
ætla að reka kirkjuna með einum saman prestum“. Þar segir hann
emnig: „Við verðum að efna til þess, að leikmannastarfsemi hefjist í
hverri sókn við hlið prestsins. Leikmenn geta að vísu stundum verið
a öðru máli en prestur og biskup, en séu þeir starfandi menn er það
einungis til bóta.“ Loks segir hann: „Trú og trúfesti einstaklinga höf-
um við allir reynt, en félagsleg vitund er varla innan kirkjunnar. Og
hana verðum við að fá. En hún fæst ekki nema með því, að leikmenn
^eu nýttir. Ég álít, að kirkjan verði að fara að vinna að því að veita
Þyí fólki fræðslu, sem vill taka þátt í starfinu. Það þarf að hafa sinn
^yndugleika. Eins þarf það náttúrlega líka að hafa ákveðið sjálf-
stæði, svo að það sé ekki algjörlega eins og þjónar prestsins. Leik-
jv>enn þurfa sitt svigrúm og sína ábyrgð innan safnaðarins, eins og
eruðin þurfa sitt svigrúm innan biskupsdæmisins, svo að þau séu
ekki aðeins eins og þjónar biskupsins.“58