Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 65

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 65
andvari AÐ YRKJA SIG ÚT ÚR BÓKMENNTASÖGUNNI 63 fyrsta Fjölni var Bókafregn eftir Tómas Sæmundsson, gagnrýni á bók Bjarna Thorsteinsonar amtmanns, Om Islands folkemængde og ekonom- iske Tilstand. Þar heldur Bjarni m.a. fram þeirri skoðun sinni að ísland geti alls ekki brauðfætt fleira fólk og því sé brýnt að landsmönnum fjölgi ekki um of. Tómas mótmælir því, telur þetta vantraust á þjóðina og óþarfa svartsýni á framtíð hennar sem sé til þess eins fallin að draga úr fólki kjark og dug. í þessu kristallast skoðanamunur tveggja kynslóða. Bjarni amtmað- ur tók dómi Tómasar afar illa og var alla tíð einn helsti andstæðingur Fjöln- is. Hans nánasti vinur var séra Árni Helgason í Görðum, ritstjóri og útgef- andi Sunnanpóstsins. Það er skiljanlegt að Sigurður Breiðfjörð hafi kosið að halla sér að þessum valdahópi, bæði vegna síns hlutskiptis en jafnframt kunnu þessir menn að meta hann sem skáld og birtu lof um hann í Sunnan- póstinum. í sínu örlagaríka Fjölniskvæði fer Sigurður yfir efni Fjölnis og mótmælir m.a. dómi Tómasar um Bjarna, „höfðingja Vesturlands" eins og hann kallar hann: Hann vogar svo í hæl að bíta höfðingja okkar Vesturlands, reynandi til með lasti að lýta lofsælu bókasmíðar hans.10 Sigurður er því augljóslega að yrkja sig inn á þá Sunnanpóstsmenn með kvæðinu, í þessum liðsafnaði velur hann Sunnanpóstinn, sem var honum velviljaður, en snýst gegn Fjölni, sem hafði kallað hann leirskáld. Það gerði reyndar enginn Fjölnismanna, heldur séra Ólafur Indriðason á Kolfreyju- stað í grein í Fjölni. Eða hvað? Er hugsanlegt að þessi einkunn komi, þegar allt kemur til alls, frá Jónasi og Konráði? Ólafur skrifar bréf til Brynjólfs Péturssonar 1836 og þykir honum þar ritstjórarnir hafa heldur betur hnykkt á gagnrýni sinni á kveðskap Breiðfjörðs og fært til verri vegar. Hann segir m.a.: „Hafið þið látið mig draga hann fram svo sem þann er ég áliti argastan af Höf- undum þeirra nýprentuðu Kveðlinga og Rímna og hið vesœlasta Leirskáld (brúkaði eg þetta orð?), en þetta var og er ekki mín meining, og - ekki heldur einu sinni satt\“n Það liggur því Ijóst fyrir að ritstjórarnir hafa aug- ljóslega beitt ritstjórnarvaldi sínu til þess að herða á gagnrýni á Sigurð Breiðfjörð, jafnvel sett inn orðið leirskáld. Hitt er svo annað mál, sem vert væri að skoða, hvort slík beiting ritstjórnarvalds var almenn eða óvenjuleg á öndverðri nítjándu öld. Sigurður Breiðfjörð er því í erfiðri stöðu og á í togstreitu sem ýmsum skáldum er reyndar kunn. Hann langar til að fara í skáldskap sínum nýjar leiðir sem eiga samhljóm í ýmsu við það sem Fjölnir boðar, en á hinn bóg- inn er honum hrósað af valdamestu mönnum landsins fyrir rímur sínar, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.