Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 68

Andvari - 01.01.1998, Page 68
66 PÁLL VALSSON ANDVARI sögnum.“15 Tómas hafði ríka þörf til að gagnrýna bæði veraldleg sem geist- leg yfirvöld, segja þeim til syndanna ef þurfti og lítur raunar á það sem sitt hlutverk. Málflutningur hans er í góðu samræmi við þróunina í Evrópu þar sem farið er að boða frjáls skoðanaskipti í andstöðu við öll hin miklu og ströngu höft sem ríktu á þessu sviði, t.d. í Danmörku þar sem ritskoðunar- lög voru með þeim ströngustu sem þekktust. í Kaupmannahöfn sat opinber ritskoðari konungs, hinn harði og ósveigjanlegi Christian Reiersen og fór yfir allt prentað mál, þar á meðal Fjölni. Fjölnismenn gerðu sér auðvitað grein fyrir þessu og á einum stað segir Jónas í bréfi í gamni að Reiersen hljóti að verða bumbult þegar hann lesi um óróaandann í Fjölni.16 Fjölnir rís að hluta á þessari frelsisbylgju, og því finnst Tómasi einboðið að Fjölnir verði að geta tekið gagnrýni af reisn og víðsýni. Honum líkar t.d. illa tónn- inn í lítilli klausu aftast í öðru ári Fjölnis, þar sem farið er háðsorðum um Sunnanpóstinn og mótmælir því: „ég prótestera hreint á móti að brúkuð séu. . . nokkurstaðar bituryrði, þar sem ekki er auðsjáanlega illskufullur til- gangur.“17 Tómasi finnst til dæmis að þeir ættu að vera þakklátir fyrir ítar- lega gagnrýni Sendibréfs Eiríks Borgfirðings, þ.e. Eiríks Sverrissonar sýslu- manns, sem birtist í Sunnanpóstinum, því hún sé ekki skrifuð af illgirni heldur heiðarleika, þótt víða gæti misskilnings og rangtúlkunar. í þessari nefndu klausu í lok Fjölnis, sem ber öll merki lagsbræðranna Jónasar og Konráðs, er talað um að Fjölnir hafi bakað sér óvináttu sumra manna og fengið ort um sig níð, en þeir kjósi að eiga ekki orðastað við „óvitra menn“. Hins vegar ætli þeir sér að svara „borgfirska vinnumannin- um“ (Eiríki sýslumanni) því það líti út fyrir að hann sé „óheimskur og sæmilega vel að sjer, eptir því sem gjera er um þá sem ekki eru til menta settir - jafnvel þó við þekkjum vinnumenn sem hefðu gjetað tekið saman betra brjef.“18 Hann hafi þó misskilið herfilega „formálann og litla kvæðið,“ (þ.e. ísland farsælda frón) en verst sé þó hvað hann sé langt á eftir tíman- um! Þeir prenta líka lítið mottó fremst í Fjölni þar sem þeir segjast munu fylgja sannleikanum „þó hann kinni að baka okkur mótmæli og óvináttu sumra manna.“19 Jónas og Konráð stilla sér upp með heldur hrokafullum hætti sem málsvarar sannleikans. Annað ár Fjölnis hefst því og endar í her- skáum og stríðshvetjandi tóni. Fjölnir varð því aldrei það víðsýna umburðarlynda menningarrit sem til stóð. Ritdómur Jónasar og ýmis skrif Konráðs gera það að stríðsriti í nei- kvæðum skilningi með almenningi og eftir það varð ekki aftur snúið og þeir slíta félag sitt. Með sama hætti og segja má að Jónas hafi með dómnum skrifað undir dánarvottorð Fjölnis þá urðu orð hans Sigurði Breiðfjörð dýr- keypt á stað og stund. Þau fyrirheit um breyttar áherslur og nýsköpun sem Númarímur höfðu gefið gufa eiginlega upp. Eftir ritdóm Jónasar er eins og Breiðfjörð missi fótanna. Hann fer að víkja illu að Fjölni í tíma og ótíma,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.