Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Síða 75

Andvari - 01.01.1998, Síða 75
andvari BERGRISI Á BESSASTÖÐUM? 73 geri ei neitt, sem gagn er að meta, hugsa um það eitt að hafa að éta. Lestur á kvæðinu öllu leiðir í ljós að sá tími sem ljóðmælandi er fastur í er ekki glæst fortíð víkinga og hetja heldur forsöguleg tíð, villt og ómennsk; tröllið er utan siðmenningar, etur hrátt og drekkur blóð. Það verður því að teljast hæpið að kvæðið geymi sjálfslýsingu Gríms Thomsens, diplómats, skálds og heimsmanns. Og þó svo væri, þá er sú sjálfslýsing að minnsta kosti ekki mjög einlæg. Mér virðist augljóst að í ljóðið sé innbyggð ákveð- in írónía, þótt það sé ekki allskostar augljóst hvernig beri að ráða í hana. Kvæðið skiptist í tvo hluta, í tveimur fyrstu erindunum er lýst tilveru nátttröllsins úti í náttúrunni. Þar er á ferð náttúruskynjun sem er býsna ólík því sem gerðist í skáldskap rómantískra samtímamanna Gríms á íslandi. Umhverfið sem lýst er í fyrsta erindi er hörkulegt og kalt, það er gróður- snautt og híbýli bergrisans virðast vera fremur kaldranaleg. I öðru erindinu er lýst viðureign ljóðmælandans við dýr, sem er öll á efnislegu nótunum, hér er ekki ort um lóur á vori eða syngjandi þresti, dýrin eru fæða, og það í frumstæðasta formi. Síðari tvö erindin lýsa afstöðu ljóðmælanda til samtímans og fortíðarinn- ar, og virðist skáldskaparsmekkur hans vera jafnmikið á skjön við sam- tímann og náttúruskynjunin. Hann kveður kraftrímur fornar sér til hugar- hægðar og síðari helmingur þriðju vísu virðist vísa til tveggja hefðbundinna rímnaflokka, Andrarímna og Úlfarsrímna, en þess má geta að þær fyrr- nefndu voru í sérstöku uppáhaldi hjá tröllum og eru af því nokkrar þjóð- sögur.8 Síðasta vísan er í beinu framhaldi af þessu. Þar lýsir Ijóðmælandi stöðu sinni í nútímanum og fellir jafnframt dóm yfir brölti sínu, það er fánýtt, enda snýst það mest um búksorgir. Ef lesa á þetta kvæði sem einhverskonar sjálfstjáningu Gríms Thom- sens er sjálfsmyndin sem þar birtist því hvorki sérlega kræsileg né jákvæð. Og hún er í litlu samhengi við annað í kveðskap eða öðrum skrifum Gríms, sé hún lesin án þess að gera ráð fyrir íróníu. Á hinn bóginn má minna á að Grímur gagnrýndi harkalega efnishyggju í samtíma sínum og orti fleiri en eitt kvæði þar sem hann deilir hart á það lífsviðhorf. Ef til vill má h'ta svo á að „Bergrisi á 19. öld“ eigi heima í þeim flokki. Það vill reynd- ar svo skemmtilega til að næsta kvæði í Ljóðmælum Gríms frá 1906 er ein- mitt eitt af háðkvæðum hans um efnishyggjuna og kallast skemmtilega á við kvæðið um bergrisann:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.