Andvari - 01.01.1998, Page 82
80
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
ANDVARI
baki skáldinu, eru gott dæmi um þetta. Augljósast er kannski frægasta er-
indið úr kvæðinu um Halldór Snorrason:
Aldrei hryggur og aldrei glaður,
æðrulaus og jafnhugaður
stirður var og stríðlundaður
Snorrason og fátalaður.29
Pögn sína rýfur Halldór ekki fyrr en uppsöfnuð reiði í garð konungs brýst
út í athöfn og þá með eftirminnilegum hætti þegar Halldór kúgar konung
sinn til að standa í skilum.
í ljóðmælum Gríms frá 1880 er ljóð sem nefnist Gunnars ríma, þar sem
mannlýsing Hallgerðar fellur algerlega að hugmyndum Gríms um hina nor-
rænu manngerð og það „sérkenni norrænnar ástríðu að hafa hemil á sér“
þannig að „Beinskeytni ofsans er haldið í skefjum til að gera athöfnina eft-
irminnilega.“30 Erindið þar sem Hallgerði er lýst hljómar þannig:
Sat hún
sveipuð líni súlum hjá,
á brún
biturleg og þung að sjá;
skapforn,
fögur sýnum, beggja blands,
ung norn
örlög stillti fullhugans.31
í næstsíðasta erindinu er lýst hinni frægu senu þegar Hallgerður neitar
Gunnari um bogastrenginn. Þar kemur berlega í ljós hin hamda ástríða sem
Grímur leggur svo mikla áherslu á:
„Þá skal,“
mælti hún, „muna kinnhestinn,
í dal
dauðans liggi braut þín inn!
Hart sló
hnefi þinn, og meiddi mig,
verr þó
vendir unda ljósti þig!“32
Nú má auðveldlega rökstyðja það að Grímur geri hér fátt annað en að
rekja söguna eins og hún kemur fyrir í 77. kafla Njálu. Matthías Johannes-
sen segir til dæmis að í kvæðinu sé „í einu og öllu farið eftir Njálu.“33 Þetta
væri þá dæmi um það hvernig Grímur „unir“ við að yrkja upp fornar sögur
eins og áður var minnst á. En það er ekki sama hvaða sögur menn yrkja
upp. Það eitt hvaða þátt sögunnar hann velur til umfjöllunar hlýtur að hafa