Andvari - 01.01.1998, Side 89
andvari
EFINN KEMUR TIL SÖGU
87
I þessum orðum endurómar sá tvískinnungur sem löngum hefur sett svip
sinn á samband skálda og gagnrýnenda. Skáldin geta ekki án gagnrýnenda
verið en vilja þó gjarnan telja þá ómerkari sér, þjóna skáldanna en ekki
yfirvald.
Guðmundi Hagalín lenti saman við Jón Thoroddsen á fundi þar sem Jón
>,talaði af fljúgandi mælsku“ og „tætti . . . í sundur ræður [andstæðinga
sinna] og rök af mikilli leikni“. Þar með lenti hann í ónáð hjá Jóni og klíku
hans sem öllu réð í félagslífi skólans:
En eftir það, sem gerðist á fyrsta Framtíðarfundinum, vék Jón sér að mér öðru hverju
í göngum skólans eða á skólablettinum og skaut að mér einhverju því, sem fól í sér
brodd spotts eða kerskni. . . . En hvort sem ég þagði eða svaraði, hvarflaði Jón ávallt
frá mér, þegar hann hafði sent mér skeyti.
Þetta sárnar Guðmundi greinilega ennþá fjörutíu árum síðar, þegar hann
ritar þessi orð. Eflaust hefur hann langað mikið að eiga síðasta orðið.
Og víkur nú sögu að kaffihúsamenningu íslendinga, anno 1917. Guð-
mundur Hagalín hefur orðið:
Kvöld eitt rakst ég inn í kaffistofu í Björns-bakaríi í Vallarstræti. Par sat þá Jón Thor-
oddsen og þrír félagar hans. Ég heilsaði þeim og settist síðan við borð úti í horni. Ég
pantaði kaffi og smjörköku og fór að kíkja í Vísi, sem einhver hafði skilið eftir á
borðinu. En ekkert varð úr lestri. Ég tók þegar að hlusta á þá félaga. Þeir ræddu um
bókmenntir af miklu fjöri. Oftast talaði Jón Thoroddsen einn, en hinir guldu honum
jákvæði sitt, spurðu einhvers og skutu stundum fram setningum, sem fólu í sér
greindarlegar athugasemdir. Aftur og aftur var vitnað í erlend ljóð í bundnu og
óbundnu máli eða tilsvör úr leikritum - og þá einkum Oscars Wildes og Bernards
Shaws.
Guðmundur dáist í fyrstu að andríki þessara ungu menntamanna: „Leikni
Jóns vakti mér furðukennda aðdáun, og mér varð það nú ljósara en áður,
hver andleg þjálfun og menningarauki fylgir því, að gáfaðir jafnaldrar gefi
sér tóm til að ræða það, sem þeir lesa og hugsa.“ En fljótlega tekur aðdáun
hans að réna. Og ástæðan er þessi:
Flestar hinar snjöllu tilvitnanir virtust eiga sér rætur í spotzkri og jafnvel hunzkri
beiskju höfundanna, og oft var sem frekar væri þar um að ræða fágaðan og hnyttinn,
en hártoganakenndan orðaleik, heldur en raunverulega speki. . . . ég gat ekki fundið
eina einustu setningu, sem fæli í sér fagra og jákvæða hugsun eða hugsjón, engin
snjallyrði, sem túlkuðu djúptæk sannindi, er gæfu útsýn yfir svið mannlegra mögu-
leika til siðbótar og þroska.
Guðmundi verður hugsað til Biblíunnar og kvæðisins í Hróarskeldudóm-
kirkju eftir Matthías Jochumsson. Þegar færi gefst rís hann gegn Jóni og fé-
lögum hans á leikrænan hátt.