Andvari - 01.01.1998, Page 99
andvari
EFINN KEMUR TIL SÖGU
97
form sem snýst um vísanir, rétt eins og Eyðiland Eliots síðar. í trássi við
hefðbundinn kveðskap einkennast þær af óreiðu og sundurleitni. Mætti
líkja þeim við bútasaum, hina listgreinina sem Theodora lagði stund á, en
sjálf kallar hún þær blómvönd sem allt lauslegt hefur verið tínt í. Þær eru
því nykraður kveðskapur en fram á þessa öld þótti slíkt lítt til fyrirmyndar.
Að þessu leyti er þuluformið býsna róttæk formnýjung og því felst veruleg
uppreisn í notkun þess.
En Theodora lét ekki þar við sitja. Silja Aðalsteinsdóttir hefur dregið
fram prósaljóð sem að öllum líkindum er eftir Theodoru Thoroddsen.21 Það
er því ekki ýkja löng leið frá þulum og öðrum kveðskap hinnar miðaldra
skáldkonu að byltingarkenndum Flugum sonarins. Auk þess hefur sá er
þetta ritar nýverið bent á samhengið milli þula Theodoru og þeirrar upp-
reisnar í bókmenntum nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu sem oft
er kennd við „fin-de-siécle.“ í þeim leynast uppreisnarhugmyndir sem
koma heim við þann tíðaranda sem hér hefur verið lýst. En þær hafa farið
fram hjá mönnum vegna þess að þær eru settar fram á myndrænan hátt án
skýringa, sem eins konar útópía.22
Theodora setur á prent prósaljóð átján árum áður en Flugur birtast. Jón
hefur skáldferil sinn á því að kveða þulur eins og móðirin. Bæði rísa gegn
formánauðinni með því að taka upp nýtt form. Theodora grípur þulurnar
að láni frá Huldu og fullkomnar formið en Jón blandar saman ljóði og smá-
sögu í formi sem hann nefnir sjálfur sakir þess hve nýtt það er. Bæði skapa
þannig eigin ljóðheim sem skírskotar ekki á skýran hátt til annars en sjálfs
sín. Myndmál þeirra er um sumt svipað. í þulum Theodoru er gjarnan
nostrað við skrautlega hluti, perlur og gimsteina, en slík djásn birtast einnig
í flugum Jóns. í einni flugu setur hann sig í spor ungrar stúlku sem verður
að gamalli konu sem „á gimstein, sem ég get ekki gefið“ (38). í Rökkur-
Ijóðum Theodoru Thoroddsen sést sama mynd.23
I skáldskap Theodoru Thoroddsen felst útópísk uppreisn í bland við efa-
hyggju. Þulur hennar snúast oft um ferð til æðri veruleika sem reynist þó
iðulega vera tálsýn og ferðinni lyktar með skipbroti og vonleysi. Flugur
Jóns bera vitni sama táknsæi, sömu uppreisnargirni og enn stækari efa-
hyggju. Þetta sérstaka bland ídealisma, uppreisnar og efa er það sem eink-
um sameinar skáldskap mæðginanna. Bæði lifa nýja tíma sem krefjast svo
nýrrar hugsunar að hún krefst nýs forms. Bæði tóku þeirri áskorun, hvort á
sinn hátt.