Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 99

Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 99
andvari EFINN KEMUR TIL SÖGU 97 form sem snýst um vísanir, rétt eins og Eyðiland Eliots síðar. í trássi við hefðbundinn kveðskap einkennast þær af óreiðu og sundurleitni. Mætti líkja þeim við bútasaum, hina listgreinina sem Theodora lagði stund á, en sjálf kallar hún þær blómvönd sem allt lauslegt hefur verið tínt í. Þær eru því nykraður kveðskapur en fram á þessa öld þótti slíkt lítt til fyrirmyndar. Að þessu leyti er þuluformið býsna róttæk formnýjung og því felst veruleg uppreisn í notkun þess. En Theodora lét ekki þar við sitja. Silja Aðalsteinsdóttir hefur dregið fram prósaljóð sem að öllum líkindum er eftir Theodoru Thoroddsen.21 Það er því ekki ýkja löng leið frá þulum og öðrum kveðskap hinnar miðaldra skáldkonu að byltingarkenndum Flugum sonarins. Auk þess hefur sá er þetta ritar nýverið bent á samhengið milli þula Theodoru og þeirrar upp- reisnar í bókmenntum nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu sem oft er kennd við „fin-de-siécle.“ í þeim leynast uppreisnarhugmyndir sem koma heim við þann tíðaranda sem hér hefur verið lýst. En þær hafa farið fram hjá mönnum vegna þess að þær eru settar fram á myndrænan hátt án skýringa, sem eins konar útópía.22 Theodora setur á prent prósaljóð átján árum áður en Flugur birtast. Jón hefur skáldferil sinn á því að kveða þulur eins og móðirin. Bæði rísa gegn formánauðinni með því að taka upp nýtt form. Theodora grípur þulurnar að láni frá Huldu og fullkomnar formið en Jón blandar saman ljóði og smá- sögu í formi sem hann nefnir sjálfur sakir þess hve nýtt það er. Bæði skapa þannig eigin ljóðheim sem skírskotar ekki á skýran hátt til annars en sjálfs sín. Myndmál þeirra er um sumt svipað. í þulum Theodoru er gjarnan nostrað við skrautlega hluti, perlur og gimsteina, en slík djásn birtast einnig í flugum Jóns. í einni flugu setur hann sig í spor ungrar stúlku sem verður að gamalli konu sem „á gimstein, sem ég get ekki gefið“ (38). í Rökkur- Ijóðum Theodoru Thoroddsen sést sama mynd.23 I skáldskap Theodoru Thoroddsen felst útópísk uppreisn í bland við efa- hyggju. Þulur hennar snúast oft um ferð til æðri veruleika sem reynist þó iðulega vera tálsýn og ferðinni lyktar með skipbroti og vonleysi. Flugur Jóns bera vitni sama táknsæi, sömu uppreisnargirni og enn stækari efa- hyggju. Þetta sérstaka bland ídealisma, uppreisnar og efa er það sem eink- um sameinar skáldskap mæðginanna. Bæði lifa nýja tíma sem krefjast svo nýrrar hugsunar að hún krefst nýs forms. Bæði tóku þeirri áskorun, hvort á sinn hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.