Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 109

Andvari - 01.01.1998, Page 109
andvari RÖDD ÚR HÁTALARA - SKILABOÐ í TÓTTARVEGG 107 sértækari (hvenær kemur það til dæmis fyrir að við skiljum ekki eitthvað í sjónvarpinu?), enda miðar gagnaskráning í bókum oft að varðveislu og út- breiðslu á mjög háþróuðum upplýsingum. Prentkerfið einkennist líka af því að ákveðin mótsögn er á milli þess að upplýsingar eru skráðar undir höf- undarnafni en hins vegar er sem þessi sendandi, sjálfsveran „á bak við“ textann, sé aldrei til staðar, textinn vísi í raun ekki til hans. Eitt af lykil- atriðum prentbyltingarinnar á fimmtándu og sextándu öld var að allar upp- lýsingar voru skráðar undir höfundarnafni svo hægt væri að tryggja gildi þeirra og að hægt væri að leita til þeirra aftur og finna þær, ekki síst þegar aðrir höfundar vísuðu til þeirra.5 Petta tiltölulega flókna tilvísanakerfi er burðarstoð þess menningarlega höfuðstóls sem býr í prentuðum bókum. Boðskiptagildi bókarinnar byggir á flóknum innri venslum sem tryggja að þrátt fyrir að hver ný bók virðist aðeins endurframleiða hráefni fyrri bóka - hver ný bók felur fræðilega séð í sér alla þætti upplýsingakerfisins - er menningarlegt vægi hennar óskorað. Bókin virðist því segja lesanda sínum eitthvað mikilvægt um heiminn utan síns eigin miðlunarkerfis, án þess þó að rneð boðskiptunum sé endilega stefnt að samsemd atburðar og boð- flutnings. Pessi innbyrðis vensl prentaðra bóka við aðrar prentaðar bækur urðu því til þess að til varð sjálfstæður tengslaheimur, kerfi sem Marshall McLuhan líkti við stjörnuþoku (Gutenberg Galaxy) og Roland Barthes tal- aði um sem heim Bókarinnar.6 Það er ekki fjarri lagi að segja að saga bók- arinnar eftir prentun Gutenberg-Biblíunnar 1455 sé saga af upplýsinga- miðlun sem býr sér til eigin merkingarheim og getur sökum öflugrar fram- leiðslu- og flutningatækni margfaldað hann og flutt nánast hvert á land sem er. En hún er ekki síður saga af „miðlunarsprengingu“, af sístækkandi bylgju merkjasendinga í líki flugrita, dagblaða, tímarita og annarrra prent- gagna. Gutenberg-stjörnuþokan er því vissulega miðlaður heimur, en ná- vígi hennar við rafræn boðskipti og þær fjölbreyttu myndir upplýsingamiðl- unar sem nútímaþjóðfélagið einkennist af hefur dregið fram sérkenni hennar og takmarkanir. Tæknin neyðir notendur sína til að endurmeta stöðu sína og breytir því hvernig sjálfsveran skilur sig í sögulegu samhengi °g hvernig hún nýtir sér aðra miðla eins og bókina. Það er ekki hvað síst þessi nýja staða sjálfsverunnar sem sagt er frá í Sjötíu og níu af stöðinni og Landi og sonum. Bókmenntirnar skrá ekki aðeins merki síns eigin miðlun- arheims, þær skrá einnig spor upplýsingamiðlunar fjölmiðlanna, samskipta- kerfanna og rafrænu boðleiðanna. Þær sýna þannig afstöðu samfélagsins til tækninnar en eru um leið sjálfar miðlunarleið sem er í stöðugri endurnýjun Vegna núningsins við nýja miðla. Skáldsögurnar tvær eru því ekki aðeins sögur um sveitabörn sem ýmist eru lent eða eru við það að lenda á mölinni, þær eru ekki síður lýsingar á ólíkum miðlum, ólíkum leiðum við boðflutn- mga og upplýsingaskráningu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.