Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 113

Andvari - 01.01.1998, Side 113
andvari RÖDD ÚR HÁTALARA - SKILABOÐ í TÓTTARVEGG 111 munandi samfélagsform væru enn látin lýsa henni. Ef hægt átti að vera að lýsa borg og sveit sem andstæðum á trúverðugan hátt varð að varpa lýsing- unni sífellt aftar í tíma, sífellt lengra frá nútímanum, til að gefa henni traustan blæ. Um leið og „fallið“ verður sífellt óljósara (uns það að end- ingu leysist upp í flókinni skörun og víxlverkun náttúru og tækni, það er einfaldlega ekki nein hæð lengur til staðar sem hægt er að detta niður af, ekkert sakleysi til að tapa) verður að styrkja táknheim þess með því að sviðsetja aftur og aftur þjóðfélagslegan veruleika sem er liðinn. Skáldsaga frá sjöunda áratugnum varð að sögu um fyrirstríðssveit sem enn hafði ekki verið umbylt með vélum. Því Indriði ætlaði sér ekki að lýsa nútímalandbúnaði sem einkenndist af sívaxandi tæknivæðingu, auknum fjárfestingum og ræktunarframkvæmdum - hann hélt fast í horfinn sögulegan veruleika þar sem andstæða þéttbýlis og dreifbýlis markaði enn muninn á nútímavæðingu og vinnuheimi sem haldist hafði óbreyttur í grundvallaratriðum í þúsund ár. En staðreyndin var að ótrúlega margt hafði breyst á fimmta og sjötta áratugnum. í seinna stríði urðu alger umskipti í ræktunarmálum þegar fyrstu skurðgröfurnar komu til landsins 1942 og síðan jarðýturnar ári síðar.13 Að stríði loknu stór- fleygði síðan fram innflutningi á dráttarvélum og tæknibúnaði til notkunar við skepnuhald og heyþurrkun auk þess sem notkun kemískra efna eins og tilbúins áburðar, illgresiseiturs og gerlaeyða varð ómissandi þáttur í bú- skapnum. Afmörkun bændabýlanna sem sjálfstæðra efnahagseininga sem væru sjálfum sér næg um öll aðföng nema matvæli og nauðsynlegustu verk- færi var því smám saman rofin. Liðnir voru þeir tímar að bændur öfluðu sér lífsviðurværis með líkamlegri vinnu fyrst og fremst og treystu á það sem hendi var næst. Landbúnaðurinn var nú eins og aðrar atvinnugreinar nú- tímans háður „aðföngum úr öðrum geirum efnahagsstarfseminnar. Iðnvæð- ing sveitanna hófst fyrir alvöru“.14 Samfara þessari iðn- og tæknivæðingu jókst einnig framleiðni landbúnaðar stórum skrefum og var algert met sett í þeim efnum á tímabilinu 1953-1962 þegar 5,7% framleiðsluaukning varð á ári hverju. 15 Þessi framleiðsluaukning byggðist eingöngu á bættum tækni- búnaði því fólki stórfækkaði til sveita á eftirstríðsárunum og að vissu leyti varð tæknivæðingin til að herða á fólksflóttanum þar sem fólksfækkunin kallaði á sífellt meiri tæknivæðingu sem síðan kallaði aftur á meiri sjálf- virkni. I Landi og sonum á tæknivæðing sveitanna hins vegar langt í land. Feðg- arnir Olafur og Einar eru fyrst og fremst sauðfjárbændur eins og allir sveit- ungar þeirra, en engin búgrein var í jafnmikilli kreppu frá fjórða áratugn- um og fram á þann sjötta vegna fjárpesta, heimskreppu og samdráttar í út- flutningi og dróst framleiðsla á sauðfjárafurðum saman á þessum tíma á rueðan framleiðsla á til að mynda mjólkurafurðum jókst stöðugt.16 í sveit-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.