Andvari - 01.01.1998, Page 114
112
KRISTJÁN B. JÓNASSON
ANDVARI
inni hjá Ólafi og Einari er lítil sem engin véltækni til landbúnaðarstarfa og
eitt helsta kappsmál Einars er að fá þessa tækni í sveitirnar til að þar verði
hægt að lifa sómasamlegu lífi. Pað vantar hins vegar fjármagn og það
stendur sveitamönnunum ekki til boða. Þetta kreppuástand fyrirstríðsár-
anna er ljóslega dregið fram í 11. kafla þar sem sagt er frá ferð Einars í
kaupstaðinn til að sækja lík föður síns og til að gera upp skuldir búsins við
kaupfélagsstjórann. Eftir kistulagninguna gengur hann út eftir aðalgötu
staðarins í átt til skrifstofu kaupfélagsins:
Hann gekk af stað út götuna, framhjá skósmíðastofunni og símstöðinni og gömlum
manni, sem ók hjólbörum á undan sér. Utar í götunni stóðu verzlunarhús með dönsk-
um eftirnöfnum máluðum stórum svörtum stöfum á hvíta veggi. Hann sá búðarsláp-
ana halla sér fram á afgreiðsluborðin og afgreiðslufólkið í brúnum eða bláum slopp-
um standa við hillurnar og horfa út um næsta glugga. Skellirnir í vélum frystihússins
urðu sífellt greinilegri. Pað stóð frammi við sjóinn andspænis kaupfélagshúsinu . . .
(bls. 147-148).
í frystihúsinu virðast aðeins vélarnar starfa, ekki fólkið, og í búðunum er
ekkert við að vera nema að bíða. Samt er þessi kyrrstaða arðvænlegri en
allt ævipuð Ólafs bónda. Pað eina sem hann hefur borið úr býtum eru
skuldir. Einar kemur inn til kaupfélagsstjórans og biður um að fá yfirlit yfir
fjármál föður síns og er sýnt það svart á hvítu að landbúnaðarstörf eru
óarðbær. Kaupfélagið og bændahreyfingin sem áttu að vera bakhjarl upp-
gangs í sveitum eru búin að laga sig að reynd efnahagslífsins og beina fjár-
magninu á gróðavænlegri brautir. Með því að tefla tölunum, skuld föðurins
við kaupfélagið, gegn véladynkjunum er verið að bera saman vélbúnað nú-
tímaframleiðslu og þá frumstæðu landbúnaðartækni sem byggist á vinnu
sem enn hefur ekki leyst sig frá takmörkunum mannslíkamans. Kaupfé-
lagsstjórinn maldar að vísu í móinn þegar Einar lýsir ástandinu en það er
engu að síður ljóst að ákvörðun Einars um að flytja burt er rétt, frá efna-
hagslegum sjónarhóli. Þegar hann metur ástandið sér hann ekkert nema
stöðnun blasa við:
Hefurðu séð þessar jarðir. Þær eru húsalausar og túnin hafa ekki stækkað og þær eru
enn upp í hæðum og hlíðum, óhreyfðar frá þeim tímum, þegar menn treystu á beit.
Þær hafa ekki verið hreyfðar í þúsund ár og það hefur ekkert verið ræktað í þúsund
ár. Það eru til stórvirkar vélar en við fáum þær ekki og sláum með orfi og ljá og mið-
um fjölda kinda og kúa við hvað við getum krafsað með höndunum í þær yfir sumar-
ið. Við sitjum þarna í hlíðunum og beitum fé á láglendið þar sem við ættum að búa ef
við hefðum vélar. Túnin eru hærra yfir sjó en beitilandið af því hér veit enginn hvað
þarf að gera og engir peningar eru til (bls. 153).
í ljósi þess að þær stórvirku vélar sem Einar biður kaupfélagsstjórann um
voru byrjaðar að böðlast út um allt land þegar Land og synir kemur út er