Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1998, Qupperneq 114

Andvari - 01.01.1998, Qupperneq 114
112 KRISTJÁN B. JÓNASSON ANDVARI inni hjá Ólafi og Einari er lítil sem engin véltækni til landbúnaðarstarfa og eitt helsta kappsmál Einars er að fá þessa tækni í sveitirnar til að þar verði hægt að lifa sómasamlegu lífi. Pað vantar hins vegar fjármagn og það stendur sveitamönnunum ekki til boða. Þetta kreppuástand fyrirstríðsár- anna er ljóslega dregið fram í 11. kafla þar sem sagt er frá ferð Einars í kaupstaðinn til að sækja lík föður síns og til að gera upp skuldir búsins við kaupfélagsstjórann. Eftir kistulagninguna gengur hann út eftir aðalgötu staðarins í átt til skrifstofu kaupfélagsins: Hann gekk af stað út götuna, framhjá skósmíðastofunni og símstöðinni og gömlum manni, sem ók hjólbörum á undan sér. Utar í götunni stóðu verzlunarhús með dönsk- um eftirnöfnum máluðum stórum svörtum stöfum á hvíta veggi. Hann sá búðarsláp- ana halla sér fram á afgreiðsluborðin og afgreiðslufólkið í brúnum eða bláum slopp- um standa við hillurnar og horfa út um næsta glugga. Skellirnir í vélum frystihússins urðu sífellt greinilegri. Pað stóð frammi við sjóinn andspænis kaupfélagshúsinu . . . (bls. 147-148). í frystihúsinu virðast aðeins vélarnar starfa, ekki fólkið, og í búðunum er ekkert við að vera nema að bíða. Samt er þessi kyrrstaða arðvænlegri en allt ævipuð Ólafs bónda. Pað eina sem hann hefur borið úr býtum eru skuldir. Einar kemur inn til kaupfélagsstjórans og biður um að fá yfirlit yfir fjármál föður síns og er sýnt það svart á hvítu að landbúnaðarstörf eru óarðbær. Kaupfélagið og bændahreyfingin sem áttu að vera bakhjarl upp- gangs í sveitum eru búin að laga sig að reynd efnahagslífsins og beina fjár- magninu á gróðavænlegri brautir. Með því að tefla tölunum, skuld föðurins við kaupfélagið, gegn véladynkjunum er verið að bera saman vélbúnað nú- tímaframleiðslu og þá frumstæðu landbúnaðartækni sem byggist á vinnu sem enn hefur ekki leyst sig frá takmörkunum mannslíkamans. Kaupfé- lagsstjórinn maldar að vísu í móinn þegar Einar lýsir ástandinu en það er engu að síður ljóst að ákvörðun Einars um að flytja burt er rétt, frá efna- hagslegum sjónarhóli. Þegar hann metur ástandið sér hann ekkert nema stöðnun blasa við: Hefurðu séð þessar jarðir. Þær eru húsalausar og túnin hafa ekki stækkað og þær eru enn upp í hæðum og hlíðum, óhreyfðar frá þeim tímum, þegar menn treystu á beit. Þær hafa ekki verið hreyfðar í þúsund ár og það hefur ekkert verið ræktað í þúsund ár. Það eru til stórvirkar vélar en við fáum þær ekki og sláum með orfi og ljá og mið- um fjölda kinda og kúa við hvað við getum krafsað með höndunum í þær yfir sumar- ið. Við sitjum þarna í hlíðunum og beitum fé á láglendið þar sem við ættum að búa ef við hefðum vélar. Túnin eru hærra yfir sjó en beitilandið af því hér veit enginn hvað þarf að gera og engir peningar eru til (bls. 153). í ljósi þess að þær stórvirku vélar sem Einar biður kaupfélagsstjórann um voru byrjaðar að böðlast út um allt land þegar Land og synir kemur út er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.