Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 115

Andvari - 01.01.1998, Side 115
andvari RÖDD ÚR HÁTALARA - SKILABOÐ í TÓTTARVEGG 113 þessi bón mjög athyglisverð. Indriði var greinilega ekki að skrifa „pró- gramm-“skáldsögu um fjársvelti og óarðbærni landbúnaðar samtímans, enda var sagan heldur ekki skilin þeim skilningi. Hann er að skrifa skáld- sögu þar sem nútímavæðingunni er skipað niður í borginni og þéttbýlinu og sveitin er tekin frá fyrir annað. Sambandi frumstæðrar, líkamlegrar vinnu við náttúruna, árstíðir, landslag og veðurfar er lýst á tregafullan og innileg- an hátt í knöppum en mjög ljóðrænum stíl, sem löngum hefur verið aðal Indriða G. Þorsteinssonar, og þar með reynt að opna boðleiðir í gegnum skriftirnar til lífheims þar sem náttúra, vinna og maður falla saman í gagn- virka heild. Innrás nútímans í heildina er í raun ekki enn hafin nema í höfðum manna eins og Einars sem vilja umbylta ríkjandi ástandi og gera sveitirnar nútímalegri svo hægt verði að búa þar áfram, en um leið og slík umbylting á sér stað hefði tæknin í raun eyðilagt þá hrynjandi sem lýsing Indriða byggist á. Það er erfitt að sjá fyrir sér að hægt sé að lýsa þeim skyn- heimi náttúru og vinnu sem hér er dreginn upp nema aðeins með því að útiloka þaðan véltæknina. Þetta sést til dæmis af lýsingum á basli feðganna Einars og Ólafs við flekkinn þar sem Ólafur fær hjartaslag og þar sem Ein- ar missir sveindóminn. Einar vaknar eftir andvökunótt þar sem svipir for- tíðarinnar hafa sótt á hann og gengur út að heyinu: Hann gekk eftir torfbrúninni yfir sundið. Gulstörin var byrjuð að sölna og hem á rauðleitri deigjunni í grasrótinni og þegar frysti mundi störin grúfa sig yfir svellið í ávölum þykkum bungum eins og breiða sofandi fugla. Hann fór að syðsta flekknum og þreif heytuggu úr honum og bar hana upp að andlitinu. Heyið var kalt og rakt, einnig þar sem sólin hafði skinið á það. Hann andaði djúpt að sér og svöl lyktin minnti á straumvatn (bls. 161). Þannig verður vinnuaðferðin kveikja lýsingarinnar. Hugsýn Einars af tækniframförum í sveitunum sem hann bregður upp hjá kaupfélagsstjóran- um er einskonar „opinber“ frásögn, skiljanleg í ljósi þess sem átti eftir að koma á daginn árið 1963. En þessi hugsýn er ekki í forgrunni í textanum. Það er verið að lýsa dreifbýlinu áður en andstæða þess og þéttbýlisins varð óljósari og erfiðari í meðförum. Túlkun Njarðar P. Njarðvík er algerlega á sömu nótum. Sveitin er ekki tæknivædd sveit samtímans heldur „náttúru- sveit“ fortíðarinnar sem að vísu er efnahagslega óarðbær en einmitt þess vegna er lífið þar fábrotið, einfalt og „hlýtt“. „Fátæktin er ekki hættuleg,“ segir Tómas bóndi þegar hann kaupir Gilsbakkakot af Einari og bindur þar 1 eina setningu samsömun „náttúrusveitarinnar“ fátæku við sjálfsmynd þjóðarinnar. Það er með peningunum sem allt fer til fjandans. Tæknivæð- mg sveitanna og þar með innrás nýs fjármagns í þær er aðeins fyrsta skrefið hl að þær hætti að vera sú sakka menningar og sjálfsmyndar sem þær eiga að vera:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.