Andvari - 01.01.1998, Side 119
andvari
RÖDD ÚR HÁTALARA - SKILABOÐ I TÓTTARVEGG
117
þess sem treystir á náttúruna til að kalla fram upplýsingarnar sem hann
þarfnast til að eiga sér verðmætt líf. Um leið og landið hættir að segja okk-
ur eitthvað erum við ekki lengur hluti af þessari viðkvæmu lífheild. Óttinn
við að glata sinni þjóðlegu sjálfsmynd sem kemur fram í samræðum Tóm-
asar og Einars birtist í raun sem ótti við að helsti gagnagrunnur alþýðufólks
til sveita, gagnagrunnur sem geymir verðmætar upplýsingar um sögu, líf og
land, verði óvirkur í einni svipan vegna þess að enginn ræður lengur yfir
tækninni til að nota hann.
Eins og Land og synir og seinna Unglingsvetur sýna glöggt gerði Indriði
sér ljósa grein fyrir því að færslan frá einu upplýsingakerfi til annars hafði
tvfbentar afleiðingar í för með sér. í fyrsta lagi var ómögulegt að flytja upp-
lýsingarnar yfir á nýtt snið án þess að tapa einhverju. Eðli hins náttúrulega
upplýsingabanka var allt annað en eðli ritaðs máls - að ekki sé talað um
rafrænar boðrásir, líkar þeim sem lýst er í Sjötíu og níu af stöðinni, og
þyg&jast á því að boðin eru ekki til nema þá stund sem tekur að flytja þau.
Áhrifamáttur boðanna verður að vísu meiri eftir því sem boðrásirnar verða
greiðfærari - það er enda einn helsti hornsteinn upplýsingakenningar
Shannons19 - en um leið verður æ tilgangslausara að koma þeim fyrir í nýj-
um gagnabönkum. Afrakstur skrásetjarans var þrátt fyrir vilja hans og
dugnað aldrei annað en yfirfærsla upplýsinga yfir á fyrirframskilgreint snið.
Hvernig gat hann til dæmis skráð lykt, bragð, keim, hljómfall og hljóð sem
utynduðu uppistöðuna í gagnabanka tóttarbrotanna? í öðru lagi bæla öll
þjóðfélög neikvæðar afleiðingar nýrrar tækni.20 Þótt „betri“ tækni hafi
haldið innreið sína í íslenskt samfélag þýddi það ekki jákvæða viðbót við
þá sem fyrir var heldur varð að hafna hinni eldri til að geta tekið við þeirri
nýju. Ef til vill varð það hlutverk bókmenntanna að fjalla um þessa afneit-
un, þessa bælingu hins gamla og úrelta.
En því má samt ekki gleyma að hlutverk náttúrugagnabankans er ekki á
ueinn hátt eðlisólíkt hlutverki gagnabankans sem borgarmaðurinn tengir
sig við. Báðir þjóna þeir þeim tilgangi að veita upplýsingar sem tiltekinn
hópur af fólki notar til að halda uppi samskiptum og halda utan um mikil-
Væg gögn sem skipta máli fyrir sjálfsvitund þess, sögu og tilvist. Það sem
Hndið segir Ólafi í Landi og sonum er í raun ekki ýkja frábrugðið því sem
bíllinn segir Ragnari Sigurðssyni í Sjötíu og níu af stöðinni. í báðum tilvik-
Um leitar sjálfsveran að samskiptafleti við umhverfi sitt. Annars vegar fara
þessi samskipti fram í gegnum náttúruna sem verður að miðlunartæki á
uulli hugveru og sögu/samfélags. Hins vegar fara þau fram í gegnum tækn-
ina sem þenur líkamann út fyrir líffræðilegar takmarkanir sínar og auðveld-
ar honum þannig að fanga umhverfi sitt, fanga náttúruna. Sambandi Ragn-
ars við náttúruna er miðlað í gegnum tæknina, og minningar hans og bak-
grunnur eru skráð í hluti úr tækniheiminum - Indriði G. Þorsteinsson var í