Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 120

Andvari - 01.01.1998, Side 120
118 KRISTJÁN B. JÓNASSON ANDVARI raun þegar búinn að fjalla um þessa nýju tegund skrásetningar og miðlunar áður en hann skrifaði Land og syni. Með því að tefla bókunum hvorri gegn annarri sést að í þeim birtast tvennskonar skrásetningar-, geymslu- og miðl- unarkerfi sem markast af færslunni frá rómantískri eða lífrænni miðlun upplýsinga til upplýsingamiðlunar sem tengd er miklu stærra kerfi alþjóð- legra samskiptaneta. Náttúruskrásetningin sem Indriði lýsir var hins vegar lýsing á táknlegu skauti sem var nauðsynlegt til að sýna þéttbýlissamfélagi viðreisnaráranna annars konar miðlunarform en það hafði tekið upp á arma sína og að kveðja í leiðinni gamla gagnabanka. Þetta hlutverk sveitar- innar sem mótvægis við samtímann varð svo fyrirferðarmikið að fram á þennan dag hefur fáum, ef nokkrum, tekist að lýsa veruleika hinnar tækni- væddu sveitar, nútímasveitarinnar. Sveitin hefur frosið inni í sínu arkadíska hlutverki og tæknivæðing hennar hefur aldrei orðið efni í frásagnarverk um íslensku nútímavæðinguna. Enn virðist skáldskapur um íslenskt þéttbýli og sögulega þróun þess þarfnast andstæðu borgar og sveitar, andstæðu sem þegar allt kom til alls var grundvölluð á því að „misskilja“ samfélagslegan veruleika eftirstríðsáranna. III. Boðflutningar á mölinni Áður en Indriði G. Þorsteinsson sneri sér að því að lýsa gagnabönkum náttúrunnar hafði hann eins og áður sagði skrifað sögu um heim véla og tækni - eina þekktustu skáldsögu sjötta áratugarins, Sjötíu og níu af stöð- inni. Þetta er saga leigubílstjórans Ragnars Sigurðssonar og hefst á þriðju persónu frásögn þar sem lýst er þremur náungum, tveimur Islendingum og einum Bandaríkjamanni - hermanni af Keflavíkurflugvelli - sem fara út að skemmta sér. í næsta kafla er skipt um sjónarhorn og Ragnar hefur að segja sögu sína. Því sjónarhorni er haldið allt fram að lokakafla bókarinnar þegar aftur er skipt yfir í þriðju persónu frásögn - tilkynnt er í útvarpinu á leigubílastöðinni að Ragnar hafi látist af slysförum. Það sem vekur samstundis athygli lesandans er hve mikil áhersla er lögð á að lýsa tengslum Ragnars við bílana sem hann ekur, við vélarnar sem hann lagfærir og við þá samskipta- og fjölmiðlunartækni sem hann notar í starfi sínu. Enda felst starfið ekki hvað síst í að bíða, að sitja og nema uns hann heyrir rétt merki sem táknar að hann má aka af stað. Þegar í upphafi annars kafla, þar sem hann tekur til við að segja sögu sína, er fyrst og fremst verið að lýsa því hvar hann er staddur í tíma og rúmi. Lesandinn er fræddur um stöðuna í taflinu við Guðmund, þann vinnufélaga sem hann hefur mest samskipti við og reynist vera örlagavaldur í lífi hans, nákvæm
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.