Andvari - 01.01.1998, Page 120
118
KRISTJÁN B. JÓNASSON
ANDVARI
raun þegar búinn að fjalla um þessa nýju tegund skrásetningar og miðlunar
áður en hann skrifaði Land og syni. Með því að tefla bókunum hvorri gegn
annarri sést að í þeim birtast tvennskonar skrásetningar-, geymslu- og miðl-
unarkerfi sem markast af færslunni frá rómantískri eða lífrænni miðlun
upplýsinga til upplýsingamiðlunar sem tengd er miklu stærra kerfi alþjóð-
legra samskiptaneta. Náttúruskrásetningin sem Indriði lýsir var hins vegar
lýsing á táknlegu skauti sem var nauðsynlegt til að sýna þéttbýlissamfélagi
viðreisnaráranna annars konar miðlunarform en það hafði tekið upp á
arma sína og að kveðja í leiðinni gamla gagnabanka. Þetta hlutverk sveitar-
innar sem mótvægis við samtímann varð svo fyrirferðarmikið að fram á
þennan dag hefur fáum, ef nokkrum, tekist að lýsa veruleika hinnar tækni-
væddu sveitar, nútímasveitarinnar. Sveitin hefur frosið inni í sínu arkadíska
hlutverki og tæknivæðing hennar hefur aldrei orðið efni í frásagnarverk um
íslensku nútímavæðinguna. Enn virðist skáldskapur um íslenskt þéttbýli og
sögulega þróun þess þarfnast andstæðu borgar og sveitar, andstæðu sem
þegar allt kom til alls var grundvölluð á því að „misskilja“ samfélagslegan
veruleika eftirstríðsáranna.
III. Boðflutningar á mölinni
Áður en Indriði G. Þorsteinsson sneri sér að því að lýsa gagnabönkum
náttúrunnar hafði hann eins og áður sagði skrifað sögu um heim véla og
tækni - eina þekktustu skáldsögu sjötta áratugarins, Sjötíu og níu af stöð-
inni. Þetta er saga leigubílstjórans Ragnars Sigurðssonar og hefst á þriðju
persónu frásögn þar sem lýst er þremur náungum, tveimur Islendingum og
einum Bandaríkjamanni - hermanni af Keflavíkurflugvelli - sem fara út að
skemmta sér. í næsta kafla er skipt um sjónarhorn og Ragnar hefur að
segja sögu sína. Því sjónarhorni er haldið allt fram að lokakafla bókarinnar
þegar aftur er skipt yfir í þriðju persónu frásögn - tilkynnt er í útvarpinu á
leigubílastöðinni að Ragnar hafi látist af slysförum.
Það sem vekur samstundis athygli lesandans er hve mikil áhersla er lögð
á að lýsa tengslum Ragnars við bílana sem hann ekur, við vélarnar sem
hann lagfærir og við þá samskipta- og fjölmiðlunartækni sem hann notar í
starfi sínu. Enda felst starfið ekki hvað síst í að bíða, að sitja og nema uns
hann heyrir rétt merki sem táknar að hann má aka af stað. Þegar í upphafi
annars kafla, þar sem hann tekur til við að segja sögu sína, er fyrst og
fremst verið að lýsa því hvar hann er staddur í tíma og rúmi. Lesandinn er
fræddur um stöðuna í taflinu við Guðmund, þann vinnufélaga sem hann
hefur mest samskipti við og reynist vera örlagavaldur í lífi hans, nákvæm