Andvari - 01.01.1998, Síða 121
andvari
RÖDD ÚR HÁTALARA - SKILABOÐ f TÓTTARVEGG
119
tímasetning er gefin og greint er frá boðum sem hann tekur við frá útvarpi
°g „píunni í hátalaranum“. „Pían“ þýðir boð frá einni samskiptaleið yfir á
aðra, tengir borgina fyrir utan vinnustaðinn við mennina sem bíða inni í
gegnum raftæki. Mikil áhersla er lögð á að lýsa hlutverki hennar sem
boðmiðlara og nákvæmlega er greint frá því hvernig hún vinnur og hvað
hún gerir. Hún kallar á 79 í símann og ferlinu er lýst í smáatriðum, jafnvel
þótt það sé ekkert annað en endurtekin röð boðflutninga:
Það er einhver Páll Jónsson að spyrja um þig í símann, sagði hún og hélt hendinni
fyrir tölunginn á meðan, svo það heyrðist ekki framí biðsalinn, af því hátalarinn var
opinn. Hún hafði númer í hendinni, sem hún kallaði upp meðan ég gekk til al-
menningsklefans. Ég tók heyrnartækið af klofanum og sagði halló og það ræskti sig
einhver hinumegin (bls. 35).
Starf „píunnar“ er að vísu boðflutningar, að taka við röddum frá einum
stað og flytja það sem þær segja yfir í hátalarakerfi stöðvarinnar. En um
leið felst í lýsingunni að ofan áhugi á boðskiptum sem tekur fyrst og fremst
til þeirra sjálfra en minna til þess sem þau miðla. Niðurstaðan af þessu sím-
tali er að Ragnar endurgreiðir manni fargjald sem hann hafði greitt fyrir
bandaríska hermanninn kvöldið áður og kemur hann ekki frekar við sögu.
Að baki lýsingunni er því ekki innri nauðsyn fyrir framvindu frásagnarinn-
ar, heldur fremur staðsetning sjálfsverunnar í samskiptaneti þar sem stjórn-
þfál, efnahagur, vinna og sjálfsvera tengjast í gegnum miðlaðar leiðir.
Aherslan á að lýsa boðskiptunum, hvernig pían og Ragnar bera sig að ná-
l^gt hljóðnemum og símtólum, sýnir að það eru fyrst og fremst samskiptin
sem slík sem eru hvati að skrásetningunni. Textinn skráir hvernig boð eru
flutt, hvaðan þau koma og hvert þau fara. Við sjáum fólk sem er að færa
skilaboð og merki á milli rása og beina þeim áfram inn á nýjar brautir.
Borgarumhverfið talar til Ragnars í gegnum rafrænar rásir og þessar rásir
wætast í nafnlausri konunni, píunni sem verður smám saman að óaðskilj-
anlegum hluta boðskiptakerfisins. Enda eru boðflutningarnir sjaldnast
gagnvirkir heldur glymur rödd píunnar eins og skipun í hátalarakerfinu.
Kvenröddin sem í raun er miðill fyrir raddir utan frá, hefur mennina á
valdi sínu og ef þeir hlýða ekki endurtekur röddin það sama aftur og aftur
Uns þeir gefa sig fram. Rödd píunnar bregst ekki við upplýsingum utan úr
salnum heldur aðeins þeim boðum sem hún fær utan úr borginni og sem
skilgreind eru af starfssviði hennar. Einn af bflstjórunum, Eiríkur, hefur
þannig orðið fyrir því óláni að aka yfir sjö ára dreng. Hann liggur þögull
UPP á bekk í salnum og Ragnar sem er nýbúinn að uppgötva þetta situr
vandræðalegur hjá honum. Þegar röðin kemur að Eiríki er sem rödd píunn-
ar hamri á bflstjórunum og núi Eiríki óláninu um nasir: