Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 131

Andvari - 01.01.1998, Page 131
JÓN VIÐAR JÓNSSON Af óskrifaðri leiklistarsögu Nokkrar athugasemdir við ritið Leikfélag Reykjavíkur - Aldarsaga eftir Þórunni Valdimarsdóttur og Eggert Þór Bernharðsson Þegar stofnanir, félög eða fyrirtæki með langa sögu að baki eiga stórafmæli, er ekki nema eðlilegt að þau noti tækifærið til að minna á framlag sitt til þjóðlífs og menningar með útgáfu sögurita af einhverju tagi. Almennt séð koma þar þrír kostir helst til greina. í fyrsta lagi læsilegt yfirlitsrit, sem er ekki byggt á frumrannsóknum, en kynnir áhugamönnum helstu atriði sög- unnar, eftir því sem þau eru þekkt og skilin á líðandi stund. í öðru lagi rit sem er afrakstur vandaðra rannsókna á öllum tiltækum frumgögnum. í þriðja lagi má hugsa sér eins konar millileið, þ.e. rit sem birtir sýnishorn frumgagna, nauðsynlegar skrár og annað þess háttar, ásamt auðlesnu sögu- yfirliti í formi ritgerða eða endurminningagreina. Þegar Leikfélag Reykjavíkur varð fimmtugt árið 1947, fór það þriðju leiðina. Það gaf þá út vandað rit með ávörpum og kveðjum úr afmælishófi félagsins, safni ljósmynda og nokkrum sögulegum greinum. Eru hinar viða- niestu eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, Eufemíu Waage og Brynjólf Jóhannesson. I bókarlok eru ýmsar skrár, m.a. yfir verkefni og sýningar félagsins frá upp- hafi og hlutverk helstu leikenda. Eru þær hin mestu þarfaþing fyrir alla sem þurfa að fást við sögu L.R., einkum verkefna- og sýningaskráin. Skrárnar voru teknar saman af Lárusi Sigurbjörnssyni borgarskjalaverði, °g mér hefur alltaf fundist augljóst, að hann hafi átt stærri þátt í ritinu en nokkur annar, þó að það sé af einhverjum sökum hvergi tíundað sérstak- íega. A sjötíu og fimm ára afmæli L.R. árið 1972 kom síðan út söguritið Leik- húsið við Tjörnina eftir Svein Einarsson. Heiti bókarinnar er að vísu rang- nefni að því leyti, að hún er langt frá því að vera saga allrar leikstarfsemi, sem fram hefur farið í leikhúsinu við Tjörnina. Fjölmargir aðrir en L.R. hafa í tímans rás staðið fyrir leiksýningum í Iðnó; það nægir að nefna revíu- sýningar bæði Reykjavíkurannáls og Fjalakattarins, söngleiki og óperettur,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.