Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 135

Andvari - 01.01.1998, Page 135
andvari AF ÓSKRIFAÐRI LHIKLISTARSÖGU 133 Annars verða gallar ritsins að minni hyggju best dregnir fram með því að beina athyglinni að afmörkuðum kafla sögunnar sjálfrar og kanna úr- vinnslu heimilda og aðferðafræði í því sem skrifað er um hann. Til þess hef ég valið það, sem Þórunn ritar um listrænt starf L.R. á árunum 1925 til 1927 og Kambansmálið svonefnda, sem kom upp á fyrri hluta árs 1927. Sem fyrr segir ná fyrri frumrannsóknir ekki lengra en til u.þ.b. 1925. Þar hlýtur Þór- unn því að taka upp þráðinn úr höndum fyrri fræðimanna og þar reynir því fyrst fyrir alvöru á hana í glímunni við heimildirnar. Eg mun svo í lokin fara nokkrum orðum um þátt Eggerts Þórs og draga saman helstu niðurstöður mínar. Hvers konar leikstjóri var Indriði Waage? Um miðjan þriðja áratuginn voru flestir aðalfrumherjar L.R., sem höfðu borið starfið uppi frá stofnun 1897, horfnir af sjónarsviðinu. Stefanía Guð- mundsdóttir lést í ársbyrjun 1926 og Guðrún Indriðadóttir stóð aðeins á sviði í tæp fjögur ár eftir það. Árni Eiríksson féll frá árið 1917 og Jens B. Waage hætti að leika 1920. Þessir fjórir leikarar voru helstu burðarásar L.R., „stjörnur“ þess, ef svo má að orði kveða. Af stofnfélögunum, sem leikið höfðu með frá upphafi, var Friðfinnur Guðjónsson þá einn eftir. Sagt er, að maður komi manns í stað, og auðvitað steig fram ný kynslóð, sem hélt starfinu áfram. Fleira breyttist þó en leikflokkurinn sem slíkur. Ungu leikararnir höfðu ekki sömu listrænu viðmiðanir og hinir eldri; kannski skildu þeir ekki heldur allir jafnvel, hvers hugsjónin um fullgilt þjóðarleikhús á atvinnugrundvelli krafðist af þeim sjálfum. Hið gamla „stjörnu-leikhús" var úr sögunni og með því hin innblásnu andartök sem höfðu gefið því líf og skyggt á alla vankanta, eins og viðvaningslegan leik í flestum minni hlutverkum og jafnvel oft og einatt hinum stærri líka. Halla Guðrúnar Indriðadóttur óð ekki lengur að fossbrúninni og henti barninu í gljúfrið, eins og hún hafði gert með nánast reglubundnu millibili frá frumsýningu Fjalla-Eyvindar árið 1911, og Úlrikka Stefaníu Guðmunds- dóttur staulaðist ekki lengur út úr Kinnarhvolnum, skorpin af elli og ágirnd. En hvað kom í staðinn? Því er ekki auðsvarað, þó að eitt sé hafið yfír vafa: langir tímar liðu, jafnvel mörg ár, áður en leikendur náðu að heilla áhorfendur í Iðnó með áþekkum hætti og hinar gömlu „stjörnur“ gerðu, þegar best tókst til. E.t.v. var það í revíunum, sem leikendur og áhorfendur náðu best saman á komandi árum. Um miðjan þriðja áratuginn kom nýr leikstjóri - eða leiðbeinandi eins °g leikstjórarnir voru nefndir lengi framan af - til starfa með Leikfélaginu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.