Andvari - 01.01.1998, Page 140
138
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
samir, a.m.k. sumir þeirra. Hér erum við komin að einu mesta vandamáli í
allri leiksöguritun, mati á gildi samtíða listdóma.22 Það þarf að vísu ekki að
þvælast mikið fyrir þeim sem fjalla um leiksögu þjóða með sterkar faglegar
hefðir og skýrar viðmiðanir. Ef við tökum sem dæmi danska leiklistarsögu
frá fyrri hluta aldarinnar, er vitað, að gagnrýnendur eins og Frederik
Schyberg og Svend Borberg voru almennt taldir flestum öðrum marktækari
dómarar, jafnt af leikhúsfólki sjálfu sem upplýstum áhorfendum. Það er því
eðlilegt og sjálfsagt að vitna til slíkra manna á undan öðrum, þegar festa
þarf hendur á jafnhverfulli list og leiklistinni, þó að vitaskuld sé skylt að
gefa einnig öðrum vitnisburði gaum. Enginn færi að krefja fræðimann um
sérstaka greinargerð fyrir því, hví hann gæfi þeim orðið á undan öðrum eða
tæki dóma þeirra fram yfir annarra.
Um íslenska leiksögu gegnir því miður allt öðru máli. Hér á landi hefur
raunin orðið sú, að hin opinbera leikhúsgagnrýni hefur að töluverðu leyti
verið stunduð af fólki án faglegrar þekkingar á leiklist. Undantekningar
hafa að vísu verið ýmsar, en hvergi nærri eins margar og æskilegt hefði
verið.23 Því er sú aðferð ótæk að tína saman ummæli af handahófi og nota
þau síðan til að sanna einhverjar tilteknar kenningar, án þess að gera skýra
grein fyrir því, hversu dómbærir hinir ívitnuðu dómarar voru í raun og
veru. í kafla þeim, sem Sveinn Einarsson skrifar um „blöð, rýni og menn-
ingarástand“ á fyrstu áratugum aldarinnar í seinna bindinu af íslenskri leik-
list leggur hann áherslu á, hversu veikburða gagnrýnin hafi verið og lýsir
með ágætum ýmsum „barnasjúkdómum“ hennar, sem eru auðvitað ekki,
eins og hann bendir réttilega á, neitt sér-íslenskt fyrirbæri.24 Samt vill
Sveinn halda því fram, að íslensk leikrýni þessara fyrstu ára sé „í heildina
svo ábyrgðarfull og byggð á það mikilli þekkingu, að hún fyllir sinn sess
sem samverkandi í þróun leiklistarinnar.“25 Að mínum dómi sýnir hann
með þessu hinum fyrstu leikrýnum okkar heldur mikið traust; þó að vissu-
lega sé rétt að sumir þeirra hafi verið ágætir leikhúsmenn, urðu þeir óhjá-
kvæmilega að taka tillit til erfiðra aðstæðna leikhússins.
Þórunn skrifar einnig sérstakan kafla um leikdómana, vitnar þar til
Sveins og kemst að mjög jákvæðri niðurstöðu um leikgagnrýnendur fyrstu
áratuganna.26 Þó að þeir hafi yfirleitt verið „vinsamlegir og uppbyggilegir“,
segir hún þá ekki hafa komist upp með „of góða gagnrýni“ og verið svo oft
sammála „að dómarnir höfðu þunga, þeir halda hlutlægni og segja kost og
löst á leikurum“. Ekki leitast Þórunn við að sanna þessar almennu og af-
dráttarlausu fullyrðingar með dæmum af nokkru tagi.
Nú ætla ég ekki að halda því fram að Eufemía Waage sé einhver hæsti-
réttur um leikgagnrýni hinna fyrstu áratuga. Hún fylgdist þó svo náið með
blaðaskrifunum og var svo ástríðufullur leikhúsunnandi, að fræðimönnum
er skylt að gefa orðum hennar gaum, hvort sem þeir taka síðan undir þau