Andvari - 01.01.1998, Blaðsíða 145
ANDVARI
AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU
143
því fyrir sér, hverjir þar ættu að halda um stjórnvölinn. í dómi um sýningu
Vetrarœvintýris jólin 1926 kvað Vísir skýrt upp úr með það, að Indriði
Waage væri sjálfsagður þjóðleikhússtjóri „þegar þar að kemur, ef hann og
við lifum það“.45 Var þetta hinn eiginlegi tilgangur alls hólsins, sem blaðið
hafði ausið yfir verk Indriða, að ýta honum fram sem leikhússtjóraefni? En
það var of snemmt að hrósa sigri og ekki leið á löngu þar til gráglettin
örlög tóku harkalega fram fyrir hendur þeirra, sem töldu dótturson Indriða
Einarssonar eiga að verða fyrsti þjóðleikhússtjóri íslands.
Að lokum er rétt að minnast á tiltekið atriði, sem sýnir e.t.v. öðru betur, í
hversu mikilli deiglu leikhúsið var á þriðja áratugnum. Á fyrri árum L.R.
hafði yfirleitt þótt nóg að hafa einn aðal-leiðbeinanda, sem þá var ráðinn
til eins leikárs í senn.46 Hann hafði yfirumsjón með sviðsetningu, skipaði í
hlutverk (að því leyti sem það var ekki ákveðið um leið og verkið var tekið
til flutnings), skipulagði hópatriði eftir því sem hægt var og gaf leikurum
ábendingar um gervi, búning, framsögn og annað þess háttar. Hann var
hins vegar ekki leikstjóri í þeim skilningi nútímans, að honum væri ætlað
að túlka verk skáldsins á sjálfstæðan og skapandi hátt og vera hæstiréttur
um allt sem fram fer á sviðinu, smátt sem stórt. Þó að ástæðulaust sé að
hengja sig um of í hugtakanotkun, er í raun og veru ekki réttmætt að kalla
þessa menn annað en leiðbeinendur, eins og þá var gert. Engu að síður
voru þeir forverar seinni tíma leikstjóra, og ætti ekki að villa um fyrir nein-
um, þó að þeir séu á stundum nefndir því heiti, átti menn sig að öðru leyti á
mismuninum.
Indriði Waage stóð sem Ieiðbeinandi/leikstjóri á mörkum hins gamla og
nýja tíma. Það gerir stöðu hans í íslenskri leiksögu mjög áhugaverða, en um
leið torræða. Hann var ráðinn samkvæmt hinu gamla fyrirkomulagi og
skynjaði hlutverk sitt að sumu leyti innan þess ramma, eins og betur verður
komið að í næsta kafla. Á hinn bóginn hafði hann kynnst fullkominni nú-
tímaleikstjórn í Þýskalandsförinni, og þó ekki sé fyrir annað en bréfin til
afa hans, er ljóst, að hún var sú hugsjón sem hann vildi keppa að. Afköst
hans á því tímabili, sem hér hefur verið til skoðunar, sýna þó ein saman, að
hann hefur ekki getað unnið að hætti nútímaleikstjóra. Á almanaksárinu
1926 setti hann t.d. á svið alls fimm leikrit, sex ef Tengdamamma, sem var
endursýnd um haustið, er talin með. Jafnvel þótt Indriði hefði búið yfir
fullkominni leikstjórnarþjálfun - sem hann gerði ekki - er óhugsandi að
hann hefði við slík starfsskilyrði getað undirbúið sig eins og nú þykir sjálf-
sagt mál.
Eins og fyrr er á drepið, var Indriði síðar gagnrýndur fyrir að vera ekki
nógu vandvirkur, ekki fága sviðsetningar sínar nægilega vel. Það má svo
sem vel vera, að þetta kæruleysi hafi stafað af skapgerðarbresti hans sjálfs,
en er þó sú skýring ekki öllu nærtækari, að hann hafi hér setið uppi með