Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 148

Andvari - 01.01.1998, Page 148
146 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI dró Kamban síst úr ádeilu sinni á það; m.a. sagði hann sýningar L.R. á Vetrarœvintýrinu og Munkunum á Möðruvöllum vera „meira en viðvan- ingslegar“ og í sínum augum „til óbærilegrar minnkunar fyrir félag sem á þessum vetri heldur fagnaðarhátíð út af því að hafa haft svonefnda íslenska leiklist á einokun í 30 ár“.56 Pá dróst Jens B. Waage einnig inn í málið, þar sem hann hafði átt viðræður við Kamban fyrir hönd Indriða, eftir að sá fyrrnefndi var nýkominn til landsins. Bar frásögn þeirra af því, sem átt hafði sér stað milli þeirra, að vonum ekki saman í öllum greinum.'’7 Kristján Albertsson sá sig einnig knúinn til að bera blak af Kamban í langri grein, sem birtist bæði í Verði og Morgunblaðinu. Var hann þar býsna harðorður, bæði í garð Leikfélagsins og Vísis. Verður að segjast, að það var ekki að ósekju; allur tónn Vísis gagnvart Guðmundi Kamban er frá upphafi áberandi fjandsamlegur og á köflum blátt áfram dólgslegur, eins og þegar hann er vændur um grobb, honum líkt við Sölva Helgason og reynt að gera sem minnst úr afrekum hans erlendis.58 Segist Kristján í lok síðustu greinar hafa sannfrétt, að greinarnar séu ekki eftir ritstjórann, Pál Stein- grímsson, og þykist gera Páli mikinn greiða með þeirri uppljóstrun, „þó að hann sé hinsvegar ámælisverður fyrir að hafa birt greinarnar og enginn maður muni geta skilið það hvers vegna hann hefir tekið á sig ábyrgð á þeim“.59 Málalyktir urðu þær, að Kamban setti tvö leikrita sinna á svið í Iðnó, Oss morðingja í aprílbyrjun og Sendiherrann frá Júpiter í maílok. Fékk hann til þess styrk úr bæjarsjóði.60 Sjálfur lék hann aðalkarlhlutverkin í báðum sýn- ingunum, Ernest í Oss morðingjum og titilhlutverkið í Sendiherranum. Soffía Guðlaugsdóttir var Norma í Oss morðingjum, og lék einnig í Sendi- herranum. Meðal leikenda Kambans voru tvö af börnum Stefaníu Guð- mundsdóttur, Óskar Borg og Emilía. Þannig tók fjölskylda Stefaníu af- stöðu með Kamban, enda hafði löngum verið grunnt á því góða með henni og Indriða-fjölskyldunni. Sjálft hélt Leikfélagið upp á þrjátíu ára afmæli sitt í marslok með því að endursýna fjórar eldri sýningar, Ævintýrið, Afturgöngur, Þrettándakvöld og Á útleið. Að öðru leyti starfaði það ekki frekar þennan vetur. Hafa þeir Indriði Waage og Guðmundur Kamban því vart þurft að troða hvor öðrum um tær í salarkynnum Iðnó þá um vorið. Svo vildi til, að einmitt um það leyti sem atgangurinn var sem harðastur, tók Nýja bíó til sýningar kvik- myndina Hús í svefni (Det sovende Hus), sem Kamban hafði leikstýrt og samið handrit að. Fór „Kvikmyndavinur“ afar loflegum orðum um mynd- ina í Morgunblaðinw, þó að efnið væri ekki stórbrotið, væri það að minnsta kosti áhrifamikið og snerti „viðkvæman streng í hjörtum allra þeirra, sem geta fundið til“.61 Við þurfum víst ekki að fara í grafgötur með, hvaða per- sóna var aðalsamtalsefnið í smábænum Reykjavík á útmánuðum 1927.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.