Andvari - 01.01.1998, Side 150
148
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
kvæmt því telja málstað Indriða réttmætan. En hafi svo verið, hvernig gat
Kambansmálið orðið að hrísi í bál Leikfélagsins?
Sé litið á útskýringar Indriða Waages í E/sw-greininni, sem varð eina inn-
legg hans sjálfs í blaðaskrifin, verður ekki annað sagt en afstaða hans sé
skiljanleg. Tilboð Kambans kom seint fram og aðferð hans til að fylgja því
eftir var ekki beinlínis diplómatísk. Vitaskuld bar Indriði sem formaður
fjárhagslega ábyrgð á rekstri félagsins, og má ætla, að hann hafi valið verk-
efnin að einhverju leyti með tilliti til þess. Þó að Kamban reyndist tilbúinn
að þoka fyrir Munkum Davíðs - sem máttu heita fullæfðir þegar hann kom
til landsins - virðist aldrei hafa komið til mála af hans hálfu að slá sam-
starfinu á frest, þó ekki væri nema til haustsins.66 Á hinn bóginn var ekki
snjallt teflt af Indriða að hafna tilboði Kambans án frekari skýringa eða
neita að eiga fund með honum, þegar hann knúði sjálfur dyra.67 Þó að hinn
formlegi réttur væri Indriða megin, hélt hann klaufalega á málinu og van-
mat þann stuðning, sem Kamban átti vísan hjá ýmsum áhrifamönnum í
samfélaginu. Hann hefur t.d. naumast átt von á því, að góðvinur hans og
Leikfélagsins, Kristján Albertsson, myndi snúast svo einarðlega á sveif með
Kamban gegn sínum gömlu félögum í L.R. En sjálfsagt taldi Indriði sig ör-
uggan í sessi eftir velgengni síðustu missera og þá vafasömu „uppörvun“
sem vinir hans í „fjölmiðlaheiminum“ höfðu veitt honum.
En hugsanlegt er, að fleiri hliðar hafi verið á málinu öllu en þær sem
birtust í skrifum Reykjavíkurblaðanna. Á máli leikhússins er stundum
talað um „undir-texta“ hugsana og kennda, sem liggi undir ytra borði hins
talaða orðs leikritsins, og leikararnir geri sýnilegan með túlkun sinni.
Leyndist einhver slíkur „texti“ hér undir niðri? Hinn 19. febrúar - þ.e.
þremur dögum áður en L.R. afgreiddi tilboð Kambans endanlega - birtist í
danska blaðinu Politiken frétt um átökin í L.R. Þar er því haldið fram, að
Leikfélagið sé við að klofna og muni Kamban taka með sér bestu lista-
menn þess, stofna eigin leikflokk og halda síðan í mikla leikför, ekki aðeins
um ísland, heldur einnig Skandinavíu og Þýskaland. Gefið er í skyn, að
andstaða leikfélagsfólks sé sprottin af því, að Kamban hafi kosið að fela
Soffíu Guðlaugsdóttur aðalkvenhlutverkin í sýningum sínum, en ganga
fram hjá Guðrúnu Indriðadóttur. Þó að fréttin yrði blaðaefni hér heima,
var þessi getgáta af einhverjum sökum ekki dregin fram.68
En fréttin bregður óneitanlega nýju ljósi á þá heift sem þarna braust
fram - ekki síst í Vísi, sem eins og áður getur varmánast ritstýrt af heimili
Guðrúnar. Guðrún hafði verið aðalleikkona hússins við hlið Stefaníu, þó
að hún nyti aldrei sömu almenningshylli og Stefanía. Eftir dauða Stefaníu
virtist staða hennar tryggari en nokkru sinni fyrr, enda systursonur hennar
við stjórnvöl leikhússins. Óttaðist hún, að Kamban myndi ýta sér til hliðar,
næði hann undirtökum? Snerist slagurinn ekki aðeins um framtíðarvalda-