Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1998, Side 153

Andvari - 01.01.1998, Side 153
ANDVARI AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU 151 til muna frá því sem áður var, val þeirra varð frumlegra og djarfara en fyrr, og staðan styrktist með innlendum höfundum eins og Jökli Jakobssyni, Jón- asi Árnasyni og Halldóri Laxness. f samanburði við þennan árangur var óneitanlega miklu daufara yfir leikhúsinu næstu ár á eftir og raunar er vafasamt hvort það hefur átt slíkt blómaskeið síðustu hálfa öld, ef undan eru skilin bestu ár Gunnars R. Han- sens eftir 1950. Jökull fluttist með Sveini upp í Þjóðleikhús og vinsæl göngustykki settu aukinn svip á verkefnaskrána (Fló á skinni, Skjaldhamr- ar, Saumastofan, Blessað barnalán, Rommí). Þetta hefði höfundur Aldar- sögu þurft að ræða. En eins og Eggert Þór heldur á spilunum, fá árin eftir 1950 á sig yfirbragð samfelldrar gullaldar. Þetta birtist á nánast spaugilegan hátt í kaflaheitunum, sem eru eftirfarandi: „Endurreisn“ (1950-1963), „Sótt fram“ (1963-1972) og „Áfram veginn“ (1972-1989). Eina undantekningin er síðasti kaflinn „í Borgarleikhúsi“, þar sem allítarlega er greint frá erfið- leikum L.R. eftir að komið var í Borgarleikhúsið, og þeim deilum sem orð- ið hafa um starfið á opinberum vettvangi. Það er að sjálfsögðu mikið álita- mál, hvort söguritarar eigi yfirleitt að hætta sér svo nærri eigin tíma, að þeir hljóti að gerast óbeinir þátttakendur í umræðum og jafnvel átökum, sem sér ekki fyrir endann á. Þó að út af fyrir sig sé nokkur fengur að þessu yfir- liti, er hin sögulega greining næsta fábrotin; t.d. reynir höfundur hvergi að meta sjálfstætt, að hve miklu leyti vandi L.R. síðustu ár stafar af slæmum fjárhag, eins og mátt hefur skilja á ýmsum leikfélagsmönnum, eða öðrum orsökum. Það skal ítrekað sem fyrr er sagt, að þau Eggert Þór og Þórunn hafa dregið ýmsan nýjan fróðleik fram úr rituðum heimildum, fundargerðarbók- um, dagblöðum, leikskrám, bókhaldsgögnum og öðru slíku. Það voru t.d. nýjar fréttir fyrir mér og væntanlega mörgum öðrum, að leikhúsið hefði verið rekið með halla alla leikhússtjóratíð Sveins Einarssonar að síðasta vetrinum undanskildum.71 Þetta breyttist nokkuð á tíma Vigdísar Finn- bogadóttur, einkum þegar fram í sótti; samkvæmt því ætti Vigdís að hafa verið betri fjármálastjóri en Sveinn, en e.t.v. haft minna svigrúm til list- rænnar nýsköpunar. Ég sakna þess hins vegar, að tölulegar upplýsingar sem þessar skuli ekki settar fram með skýrari og skipulegri hætti en gert er, t.d. með töflum og gröfurn utan meginmáls. Þannig hefði mátt taka á ýmsum öðrum þáttum starfsins í tímans rás, svo sem hlutfalli íslenskra verka í verkefnaskránni, aðsókn sem hlutfalli af íbúatölu Reykjavíkur eða landsins alls o.s.frv. Naumast fer á milli mála, að Eggert Þór nær mun betur utan um stjórn- unar- og skipulagsþætti leikhússins en hina listrænu sköpun þess. Hann ger- ir t.d. góða grein fyrir átökunum um framtíð L.R. á árunum 1949-’50 og sömuleiðis sýnist vel farið yfir helstu þætti í byggingarsögu Borgarleikhúss-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.