Andvari - 01.01.1998, Side 155
andvari
AF ÓSKRIFAÐRI LEIKLISTARSÖGU
153
ins, og því aðeins hægt að ráða þær af líkum. Sjálfur varði höfundur þessar-
ar ritgerðar um fimm árum til að kanna frumgögn og skrifa sögu hinna
fyrstu áratuga L.R., löngum stundum í fullu starfi, og Sveinn Einarsson var
marga áratugi að ljúka sínum rannsóknum, sem hann hóf í háskólanámi
sínu fyrir um fjörutíu árum, enda spanna þær stórt svið sem var lítt kannað
fyrir. Er raunar ljóst, að þar leynist enn mörg matarholan sem betur þarf
að skyggnast í, einkum, að ég hygg, í leikritun og leiksögu 19. aldar. Höf-
undar Aldarsögu voru nákvæmlega eins staddir andspænis síðustu sjötíu ár-
um L.R. Hafi þeir ekki haft nema tvö eða í hæsta lagi þrjú ár til að vinna úr
frumheimildunum, verður ekki annað sagt en þeir hafi ofmetið burði sína
gróflega. Hefðu þeir þó átt að vera nægilega reyndir sagnfræðingar til að
meta raunsætt þá rannsóknavinnu, sem þeir þurftu að inna af hendi til að
skila frambærilegu verki.
íslensk leiklistarfræði er ung fræðigrein og stendur á mjög veikum fótum
enn sem komið er. Hún mun seint komast til þroska, fái vinnubrögð á borð
við þessi að setja svip á hana. Með útgáfu Aldarsögu tók Leikfélag Reykja-
víkur á sig mikla ábyrgð, meiri ábyrgð en flestir gera sér sjálfsagt grein fyrir
í fljótu bragði. Pað er ekki algengt hér á landi, að fólk sé ráðið í vinnu mán-
uðum og árum saman til að setja saman leiklistarsögu, og það er ekki held-
ur algengt, að jafnvegleg rit séu hér gefin út um þau efni. Aldarsaga er fyr-
irferðarmikil bók, sem menn eiga ugglaust eftir að leita oft í og vitna til í
ræðu og riti á komandi árum. Því er óhemju mikilvægt, að rannsóknum
verði nú haldið áfram, þannig að unnt verði að bæta fyrir mistökin með
vandaðri verkum innan ekki alltof langs tíma. Sú merka viðleitni til inn-
lendrar leiksköpunar, sem Leikfélag Reykjavíkur var frumkvöðull að, á
betri minnisvarða skilið.
TILVÍSANIR
1. Sveinn Einarsson, Leikhúsið við Tjörnina, Reykjavík 1972, bls. 168.
2. Sjá Leikfélag Reykjavíkur - Aldarsaga, bls. 590-403. Hér eftir verður vitnað til ritsins
sem Aldarsögu.
3. Aldarsaga, bls. 26.
4. Sveinn dregur tímamörk verks síns við árið 1920, en Geniet och vdgvisaren, sem lýsir
listferli Stefaníu Guðmundsdóttur, nær yfir sögu leikhússins á meðan hún var virkur
þátttakandi í starfi þess. Stefanía hvarf af sviði vorið 1923, en gegndi formennsku í L.R.
veturinn 1924-’25, þannig að hún kom við sögu þess nánast til dauðadags í ársbyrjun
1926.
5. Sjá Geniet och vagvisaren, bls. 65-80.
6. Sjá Geniet och vagvisaren, bls. 131-138. Sjá einnig Sveinn Einarsson, íslensk leiklist II
(Reykjavík 1996), bls. 311-351.
7. Sjá Geniet och vagvisaren, bls. 28 - 32, og Leyndarmál frú Stefaníu (Reykjavík 1997),
bls. 84-88 og 142-146.