Andvari - 01.01.1998, Side 162
160
ÖRN ÓLAFSSON
ANDVARI
Ég ræddi þessa kenningu Stefáns í doktorsriti mínu, Rauðu pennarnir
(1990, bls. 131) og hafnaði henni með þessum rökum:
En sannleikurinn er sá, að þótt saga þessi, Silkikjólar og vaðmálsbuxur og Glœsi-
mennska, nú maklega gleymd, gagnrýni spillingu Reykjavíkurlífsins og hvernig óheið-
arlegir menn - og hórkarlar - komist til auðs og valda, þá byggist sú gagnrýni ekki á
sósíalisma, heldur á afturhaldssemi, á því að vegsama fornar dyggðir og sveitalíf.
- Við það vil ég nú bæta því, að einmitt Árni Sigurjónsson hefur öðrum
fremur (í doktorsriti sínu, íslensk gerð: Laxness og þjóðlífið /-//) rakið
hvernig sá hugmyndaheimur einkennir menningaríhaldssemi á 3. áratugn-
um!
Mér þykir mjög Iíklegt að Árni hafi lesið þetta rit mitt - og bókmennta-
sögu Stefáns Einarssonar, þótt hvorugt ritið nefni hann. Nú getur það ein-
faldlega stafað af gleymsku, það getur dottið úr mönnum hvaðan þeir hafa
hugmynd sem þeir ganga með. Og sjálfsagt virðist að ganga út frá þeirri
skýringu, sé ekki annað sannað, menn njóti tvímælis svo sem sannmælis.
En þetta bætir ekki úr skák. Það sýnir þá bara að Árni hefur vanrækt þá
frumreglu allra fræðistarfa, að byrja á því að kynna sér hvað. áður hefur
verið skrifað um efnið, og takast á við það með rökum. Aðeins þannig get-
ur mönnunum munað eitthvað áfram.
En svo slæmt sem þetta er, þá sýnist mér hlutur ritstjórans enn verri.
Greinahöfundar eru margir og misjafnir, Árni var búsettur í Bandaríkjun-
um á þessum tíma og hefur sjálfsagt átt langt að leita í sæmileg íslensk
bókasöfn. Þegar nú ritstjóri menningartímarits fær grein, sem sögð er inni-
halda merkilega uppgötvun, þá er það sjálfsögð vinnuregla að fletta upp í
helstu handbókum fræðanna og kanna hvað áður hefur verið skrifað um
viðfangsefnið. Ég vek athygli á því, að þar sem framangreindar bækur eru
með nafnaskrám, hefði tekið í mesta lagi mínútu að finna þetta í hvorri. Og
yfirlitsrit eins og bókmenntasögu Stefáns, er einfaldlega ekki hægt að snið-
ganga. Hefði nú ritstjórinn sinnt þessu, þá hefði hann getað forðað Árna
frá því að eigna sér verk annars manns. Það bætir svo ekki úr skák, að
greinarhöfundur var árum saman ritstjóri annars menningartímarits, Tíma-
rits Máls og menningar, og þakkar ritstjóra þess þriðja, Skírnis, fyrir yfir-
lestur greinarinnar og athugasemdir! Þessi uppdráttarsýki gagnrýninna
vinnubragða er óhugnanlega útbreidd.
III
Árni nefnir einkum tvær formnýjungar skáldsögu Sigurjóns (bls. 106):
Eftirlætis stílbragð Sigurjóns er að endurtaka ákveðna setningu nokkrum sinnunt í