Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1998, Page 162

Andvari - 01.01.1998, Page 162
160 ÖRN ÓLAFSSON ANDVARI Ég ræddi þessa kenningu Stefáns í doktorsriti mínu, Rauðu pennarnir (1990, bls. 131) og hafnaði henni með þessum rökum: En sannleikurinn er sá, að þótt saga þessi, Silkikjólar og vaðmálsbuxur og Glœsi- mennska, nú maklega gleymd, gagnrýni spillingu Reykjavíkurlífsins og hvernig óheið- arlegir menn - og hórkarlar - komist til auðs og valda, þá byggist sú gagnrýni ekki á sósíalisma, heldur á afturhaldssemi, á því að vegsama fornar dyggðir og sveitalíf. - Við það vil ég nú bæta því, að einmitt Árni Sigurjónsson hefur öðrum fremur (í doktorsriti sínu, íslensk gerð: Laxness og þjóðlífið /-//) rakið hvernig sá hugmyndaheimur einkennir menningaríhaldssemi á 3. áratugn- um! Mér þykir mjög Iíklegt að Árni hafi lesið þetta rit mitt - og bókmennta- sögu Stefáns Einarssonar, þótt hvorugt ritið nefni hann. Nú getur það ein- faldlega stafað af gleymsku, það getur dottið úr mönnum hvaðan þeir hafa hugmynd sem þeir ganga með. Og sjálfsagt virðist að ganga út frá þeirri skýringu, sé ekki annað sannað, menn njóti tvímælis svo sem sannmælis. En þetta bætir ekki úr skák. Það sýnir þá bara að Árni hefur vanrækt þá frumreglu allra fræðistarfa, að byrja á því að kynna sér hvað. áður hefur verið skrifað um efnið, og takast á við það með rökum. Aðeins þannig get- ur mönnunum munað eitthvað áfram. En svo slæmt sem þetta er, þá sýnist mér hlutur ritstjórans enn verri. Greinahöfundar eru margir og misjafnir, Árni var búsettur í Bandaríkjun- um á þessum tíma og hefur sjálfsagt átt langt að leita í sæmileg íslensk bókasöfn. Þegar nú ritstjóri menningartímarits fær grein, sem sögð er inni- halda merkilega uppgötvun, þá er það sjálfsögð vinnuregla að fletta upp í helstu handbókum fræðanna og kanna hvað áður hefur verið skrifað um viðfangsefnið. Ég vek athygli á því, að þar sem framangreindar bækur eru með nafnaskrám, hefði tekið í mesta lagi mínútu að finna þetta í hvorri. Og yfirlitsrit eins og bókmenntasögu Stefáns, er einfaldlega ekki hægt að snið- ganga. Hefði nú ritstjórinn sinnt þessu, þá hefði hann getað forðað Árna frá því að eigna sér verk annars manns. Það bætir svo ekki úr skák, að greinarhöfundur var árum saman ritstjóri annars menningartímarits, Tíma- rits Máls og menningar, og þakkar ritstjóra þess þriðja, Skírnis, fyrir yfir- lestur greinarinnar og athugasemdir! Þessi uppdráttarsýki gagnrýninna vinnubragða er óhugnanlega útbreidd. III Árni nefnir einkum tvær formnýjungar skáldsögu Sigurjóns (bls. 106): Eftirlætis stílbragð Sigurjóns er að endurtaka ákveðna setningu nokkrum sinnunt í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.