Andvari - 01.01.2001, Side 146
144
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
ir ef ekki allir þekkja af eigin raun, en hinsvegar er þetta sjaldan viðvarandi
ástand, nema hjá þeim sem teljast sjúkir á geði. Mörk slíkrar „geðbilunar“
liggja þó vissulega víða um samfélag okkar og menningarheim og þau eru
meðal þeirra landamæra sem Svava kannar í verkum sínum.
Ástæðunnar fyrir tómarúminu sem Snorri hafnar í er m. a. að leita í sam-
ræðum við Tómas, eiginmann Freyju, þar sem þeir skoða saman grjótvegg-
inn góða og Tómas spyr hvort veggurinn hafi ekki verið dýr. „Þeir horfðust
í augu. Augnaráð þeirra toguðust á, mældu krafta sína“ (VG 16). Leit Snorra
að augnaráði konu sinnar í lokin verður enn aumkunarverðari í ljósi þess að
áður hafði hann séð Tómas og Freyju horfast í augu eitt merkingarþrungið
andartak. Hann er því í ýmsum skilningi orðinn eins og skuggi Tómasar,
gjörsamlega afmannaður, hefur glatað „stöðu“ sinni. Styðja má þessa túlkun
með því að líta á grjótvegginn sem karlmennskutákn; Tómas spyr hvort hann
sé úr Drápuhlíð en Snorri svarar: „Búlandstindi" (VG 16). í vissum skilningi
stendur því ígildi fjalls og fjallstinds þama í stofunni, en steinarnir eru
„tamdir“ og „undirgefnir“ eins og segir í textanum (VG 13).
Hinsvegar minnir þessi saga líka á aðrar sögur Svövu þar sem í sjónmiði
eru konur sem á hliðstæðan hátt passa ekki í hlutverk „konu“ eða „frúar“ og
ef þær geta ekki verið í stöðu konunnar, hvað og hvar eiga þær þá að vera?
Tómarúmið blasir við. En það sprettur ekki síst úr veggjunum sjálfum, úr
þeim skilum sem eiga að marka og tryggja mannverunni stað, einkarými.
Þess vegna er þessi umframveggur svo talandi en samt svo óræður. Grjót-
veggi má sjá víðar í þessu smásagnasafni og í sögunni „Myndir“ eru önnur
hjón með grjótvegg úr Búlandstindi; þar með rústar Svava öllum frumleika
sem kynni að tengjast þessari skreytingu. En hvað merkir þessi veggur?
Snorri glímir sjálfur við þessa spumingu: „En þama stóð hann og guð mátti
vita hvers vegna; var það eingöngu vegna þess að hlaðinn grjótveggur þótti
fínn í nýjum stofum, var mælikvarði á smekk og peninga? - Nei, önnur
ástæða hlaut að vera til, bókstaflega mátti til ..." (VG 12-13).
Einn og sér merkir veggurinn ekki neitt; eins og sérríflaskan er hann tómt
tákn; hin nærtæka merking hans sem borgaralegs stöðutákns ristir grunnt og
lesandi lætur sér þá skírskotun vart nægja frekar en Snorri sjálfur. Eins og
steinn yfirleitt í sögum Svövu, hvort sem hann birtist í formi steinvölu,
bjargs, hrauns, fjalls, steinsteypu og þar með bygginga, eða annarra grjót-
kenndra efna eins og malbiks, markar þessi grjótveggur að einhverju leyti
umhverfi, stað og tilverutengsl persónanna. Steinninn er mótleikari mannver-
unnar og á milli þeirra eiga svo önnur náttúrufyrirbrigði heima. Það kann vel
að vera að Island sé land elds og ísa, fossa og hvera, en eins og fram kemur
í fagurfræði og landafræði Svövu Jakobsdóttur er ísland öðru fremur land
grjótsins. Samlíf manns og steins er henni hugleikið og þótt við kunnum að
nema firringu og æpandi einmanakennd í sumum sögum hennar, er hið