Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 162

Andvari - 01.01.2001, Page 162
160 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR ANDVARI aldrei að halda því fram sem sannleika sem ég vissi að var lygi. Ég hef lýst sjálfum mér eins og ég var, sem siðspilltum og fyrirlitlegum þegar hegðun mín var á þann veginn, sem góðum, örlátum og göfugum þegar sú var raunin. Ég hef opinberað leyndustu afkima sálar minnar, eins og þú sjálfur, hinn almáttugi, þekkir þá. Samferðamenn mínir mega fylkjast um mig og hlýða á játningar mínar. Þeir mega andvarpa yfir göllum mínum og bera kinnroða vegna misgjörða minna. En hver og einn þeirra verður að afhjúpa hjarta sitt við fótskör Drottins af jafn mikilli hreinskilni og ég hef gert og hver sá sem dirfist má segja: „Ég var betri maður en hann.“2 Eins og sjá má af tilvitnuninni ávarpar Rousseau Guð en það er hins vegar ekki guðleg náð eða fyrirgefning sem hann sækist eftir og er þetta eini stað- urinn í þessu gríðarlega langa verki þar sem slíkt ávarp er að finna. Vera kann að hér sé höfundur að vísa til verks Ágústínusar (sem hann gerir að sjálf- sögðu einnig með því að láta verkið bera sama titil og verk kirkjuföðurins). Aftur á móti snýr hann sér ítrekað beint til lesandans og höfðar til skilnings hans og réttlætiskenndar. Hann höfðar til skilnings meðbræðra sinna og væntir þess að þeir sem lesi verkið muni sýna honum réttlæti og dæma hann mildilega þegar hann hefur sagt þeim sögu sína á hreinskilinn hátt án þess að draga nokkuð undan eða fegra líf sitt og gjörðir - nema þá óafvitandi og óviljandi. í Játningum Ágústínusar er lögmál Guðs æðst allra lögmála en í Játningum Rousseau er það hins vegar lögmál samviskunnar - hans eigin samvisku og samvisku annarra manna - sem sett er ofar öllu öðru. Og Rouss- eau líkir mannlegri samvisku við Guð, rödd hennar er ef til vill hin guðlega rödd í brjósti okkar. í tilvitnuninni hér að ofan má einnig sjá bryddað upp á ýmsum þeim atrið- um sem þeir sem rannsaka sjálfsævisögur hafa velt fyrir sér allt frá upphafi slíkra rannsókna. Eins og flestir þeirra sem skrifa sjálfsævisögur telur Rouss- eau að verk hans beri sannleikanum vitni um leið og hann viðurkennir að hann kunni óviljandi að hafa „lýst einhverju sem staðreynd sem aðeins er byggt á líkum“. Hann gerir sér grein fyrir að minnið er gloppótt og fullyrðir að hafi hann „fært í stílinn“ eða „fegrað líf [sitt]“ sé skýring sú að hann sé að „fylla upp í eyður í minni [sínu]“. Hugleiðingar um sannleiksgildi og minni, sköpun og stílfærslu ganga sem rauður þráður í gegnum allar rannsóknir á sjálfsævisögum og líklega myndu fæstir sem leggja stund á slíkar rannsókn- ir taka undir með Rousseau að mögulegt sé að „bera sönnu eðli vitni“ í sjálfs- ævisögu. Líklega myndu flestir viðurkenna nú á dögum að glíman við sann- leikann og minnið er fyrirfram töpuð og ef einhver stendur uppi sem sigur- vegari í þeirri baráttu er það framar öðru stílfærslan. Aðall hverrar sjálfsævi- sögu hlýtur að felast í stílnum; í því hvemig höfundinum tekst að endurskapa ævi sína í tungumálinu. Óhætt er að fullyrða að Rousseau hafi skjátlast þegar hann telur að verk- efni hans verði ekki endurtekið, þvert á móti má segja að Játningar hans hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.