Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 162
160
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
ANDVARI
aldrei að halda því fram sem sannleika sem ég vissi að var lygi. Ég hef lýst sjálfum mér
eins og ég var, sem siðspilltum og fyrirlitlegum þegar hegðun mín var á þann veginn,
sem góðum, örlátum og göfugum þegar sú var raunin. Ég hef opinberað leyndustu
afkima sálar minnar, eins og þú sjálfur, hinn almáttugi, þekkir þá. Samferðamenn mínir
mega fylkjast um mig og hlýða á játningar mínar. Þeir mega andvarpa yfir göllum
mínum og bera kinnroða vegna misgjörða minna. En hver og einn þeirra verður að
afhjúpa hjarta sitt við fótskör Drottins af jafn mikilli hreinskilni og ég hef gert og hver
sá sem dirfist má segja: „Ég var betri maður en hann.“2
Eins og sjá má af tilvitnuninni ávarpar Rousseau Guð en það er hins vegar
ekki guðleg náð eða fyrirgefning sem hann sækist eftir og er þetta eini stað-
urinn í þessu gríðarlega langa verki þar sem slíkt ávarp er að finna. Vera kann
að hér sé höfundur að vísa til verks Ágústínusar (sem hann gerir að sjálf-
sögðu einnig með því að láta verkið bera sama titil og verk kirkjuföðurins).
Aftur á móti snýr hann sér ítrekað beint til lesandans og höfðar til skilnings
hans og réttlætiskenndar. Hann höfðar til skilnings meðbræðra sinna og
væntir þess að þeir sem lesi verkið muni sýna honum réttlæti og dæma hann
mildilega þegar hann hefur sagt þeim sögu sína á hreinskilinn hátt án þess að
draga nokkuð undan eða fegra líf sitt og gjörðir - nema þá óafvitandi og
óviljandi. í Játningum Ágústínusar er lögmál Guðs æðst allra lögmála en í
Játningum Rousseau er það hins vegar lögmál samviskunnar - hans eigin
samvisku og samvisku annarra manna - sem sett er ofar öllu öðru. Og Rouss-
eau líkir mannlegri samvisku við Guð, rödd hennar er ef til vill hin guðlega
rödd í brjósti okkar.
í tilvitnuninni hér að ofan má einnig sjá bryddað upp á ýmsum þeim atrið-
um sem þeir sem rannsaka sjálfsævisögur hafa velt fyrir sér allt frá upphafi
slíkra rannsókna. Eins og flestir þeirra sem skrifa sjálfsævisögur telur Rouss-
eau að verk hans beri sannleikanum vitni um leið og hann viðurkennir að
hann kunni óviljandi að hafa „lýst einhverju sem staðreynd sem aðeins er
byggt á líkum“. Hann gerir sér grein fyrir að minnið er gloppótt og fullyrðir
að hafi hann „fært í stílinn“ eða „fegrað líf [sitt]“ sé skýring sú að hann sé að
„fylla upp í eyður í minni [sínu]“. Hugleiðingar um sannleiksgildi og minni,
sköpun og stílfærslu ganga sem rauður þráður í gegnum allar rannsóknir á
sjálfsævisögum og líklega myndu fæstir sem leggja stund á slíkar rannsókn-
ir taka undir með Rousseau að mögulegt sé að „bera sönnu eðli vitni“ í sjálfs-
ævisögu. Líklega myndu flestir viðurkenna nú á dögum að glíman við sann-
leikann og minnið er fyrirfram töpuð og ef einhver stendur uppi sem sigur-
vegari í þeirri baráttu er það framar öðru stílfærslan. Aðall hverrar sjálfsævi-
sögu hlýtur að felast í stílnum; í því hvemig höfundinum tekst að endurskapa
ævi sína í tungumálinu.
Óhætt er að fullyrða að Rousseau hafi skjátlast þegar hann telur að verk-
efni hans verði ekki endurtekið, þvert á móti má segja að Játningar hans hafi