Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Síða 168

Andvari - 01.01.2001, Síða 168
166 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR ANDVARI ævi sína fram að fertugu en frásögninni lýkur um það leyti sem hún frelsast til lifandi trúar, það eru þau tímamót sem marka sögulokin. Líkt og hjá Ágústínusi er það þessi reynsla og einkum aðdragandi hennar sem er megin- efni frásagnarinnar.22 Það er því með upphaf sjálfsævisagnaritunar íslenskra kvenna líkt og með upphaf skáldsagnaritunar þeirra að þær halda sig innan kunnuglegs sviðs í byrjun.23 Sjálfsævisögur kvenna taka síðan miklum breytingum þegar líður á tuttugustu öldina, ekki síður en sjálfsævisögur karl- anna. V Það sem einna athyglisverðast hlýtur að teljast í þróun íslensku sjálfsævisög- unnar er sú þróun sem lýsa mætti sem vaxandi gengi skáldævisögunnar á síð- ari hluta tuttugustu aldarinnar. Margir kvenhöfundar hafa nýtt sér þetta blandaða form skáldskapar og sjálfsævisögu og má þar nefna verk höfunda eins og Halldóru B. Bjömsson, Málfríðar Einarsdóttur og Jakobínu Sigurð- ardóttur. Undir hugtakið skáldævisögu má einnig fella sjálfsævisöguleg verk Halldórs Laxness, Sigurðar A. Magnússonar, Thors Vilhjálmssonar og Guð- bergs Bergssonar (og áður hafa verið nefndir Benedikt Gröndal, Matthías Jochumsson og Þórbergur Þórðarson í þessu sambandi). I skáldævisögunni ríkir fagurfræðin ofar sannleikskröfunni eða kröfunni um hið hlutlæga raun- sæi og því hafa slík verk yfirleitt meira bókmenntalegt gildi en margar „hefð- bundnar“ sjálfsævisögur. Á hinn bóginn er skáldævisagan umdeild og er þá sérstaklega deilt um „sagnfræðilegt gildi“ slíkra verka. Reyndar hafa sagn- fræðingar ekkert síður deilt um sagnfræðilegt gildi hefðbundinna sjálfsævi- sagna, en ekki ætla ég að blanda mér í þær deilur á þessum vettvangi. Þegar litið er á þróun sjálfsævisögunnar á undanförnum áratugum kemur í Ijós að þessi bókmenntategund hefur þróast í ýmsar áttir aðrar en að skáldævi- sögunni. Hér mætti til dæmis nefna hinar svo kölluðu viðtalsbækur þar sem eiginlegur höfundur (eða skrásetjari) er annar en sá sem segir frá í bókinni. Guðmundur Hagalín varð fyrstur íslenskra höfunda til að rita slíkt verk þegar hann skrifaði sögu Sæmundar Sæmundssonar skipstjóra, Virkir dagar I-II (1936-1938). Þann þráð hafa ótal höfundar tekið upp síðan og óhætt er að segja að á síðari hluta aldarinnar eigi sér stað ákveðin hnignun þessa forms sem ég tel að eigi stóran þátt í því að sjálfsævisagan (og þá sérstaklega í þessu viðtalsformi) hefur lækkað í áliti hjá unnendum góðra bókmennta. En inn á milli leynast þó alltaf frásagnir, hvort sem þær eru skráðar af sögu- manni sjálfum eða öðrum aðila, sem eiga fyllilega skilið þá athygli sem sjálf- sævisagan óneitanlega vekur hjá almennum lesendum og vikið var að hér í upphafi greinar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.