Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 103

Andvari - 01.01.2007, Page 103
andvari AÐ ENDURSKAPA EINSTAKLING 101 þjóðsöngsins sem er að verða þjóðinni meira og meira framandi og fjarlægur.2 Astæða er þó til að geta þess að í riti Þórunnar er dregin upp fjölþætt mynd af sr. Matthíasi, ævi hans og störfum. Virðist hún trúverðug og til þess fallin að vekja áhuga á sögupersónunni. Þórunn kýs að fjalla um bókmenntastörf sr. Matthíasar og framlag hans á sviði guðfræði og trúmála í tengslum við lífs- hlaup hans að öðru leyti en í meginatriðum er sagt frá því í tímaröð. Einstakir þræðir eða hliðarsögur eru þó stundum rakin til enda þótt snurður hlaupi þá á tímalínuna. Þessi aðferð veldur því að mynd Þórunnar af sr. Matthíasi verður lffleg og lífræn. Af þessu leiðir hins vegar að torveldara reynist að fá heild- stæða mynd af sr. Matthíasi t.d. sem guðfræðingi. Eftir fyrsta lestur er t.a.m. óljóst hvort hann geti í raun talist únítari á einhverjum tíma ævinnar eða ekki. Ekki virðist fjarri lagi að ætla að efnistök Þórunnar auki bókmenntalegt gildi verksins en geri það á móti óaðgengilegra í fræðilegri umræðu en ef hún hefði að einhverju marki beitt þematískri efnisskipan. I þessu felast einmitt töfrar ævisögunnar. Hún er brú á milli bókmennta og fræða þegar vel tekst til. Sú brú sem Þórunn byggir í riti sínu virðist bæði fögur og traust. Flokkun œvisagna Ævisögum má skipa í flokka á margan hátt. Skýrastur er munurinn á sjálfs- ®visögum og sögum sem ritaðar eru af öðrum. Svo getur farið að lesendur eigi völ á hvoru tveggja. Um sr. Matthías eru til dæmis bæði til sjálfsævisaga, Sögukaflar af sjálfum mér, og sagnfræðilegt verk, Upp á Sigurhœðir. I fljótu bragði kann að virðast eðlismunur á Söguköflunum og Upp á Sigurhœðir. Verður ekki að gera ráð fyrir að Sögukaflarnir séu persónulegir og sjálfhverf- ir, súbjektívir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja, meðan les- endur geti treyst að síðarnefnda bókin sem rituð er af sjóuðum sagnfræðingi sé hlutlaus og hlutlæg, objektívl Einhverjum kann einnig að virðast sem sjálfs- ævisagan og þar með Sögukaflarnir hljóti í einhverri merkingu að vera „sann- ari“, „réttari“ eða „áreiðanlegri“ en Upp á Sigurhæðir. Veit ekki hver og einn best hvað á daga hans hefur drifið og hvernig hann brást við því? Svo einfalt er málið þó ekki. Sá sem ritar sína eigin ævisögu veitir aðeins takmarkaðan aðgang að lífi sínu. Hann velur hvaða sjálfsmynd hann skilur eftir í höndum lesenda. í sérhverri sjálfsævisögu felst ef ekki meðvituð þá ómeðvituð tilraun til að skapa eigið sjálf sem er hugsanlega aðeins til í texta í nákvæmlega þeirri tnynd sem þar er að finna.3 Þá skýrir sá sem skráir ævisögu sína ekki frá bein- hörðum staðreyndum um líf sitt, viðhorf og skoðanir í þeim kjörum sem lífið lét honum að höndum bera hverju sinni heldur lýsir sjálfsævisagan viðhorfum hans og minningum á þeirri stundu sem hann færði sögu sína í letur. Oft líða aratugir milli sögutíma og ritunartíma og í millitíðinni breytast skoðanir, mat
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.