Andvari - 01.01.2007, Page 103
andvari
AÐ ENDURSKAPA EINSTAKLING
101
þjóðsöngsins sem er að verða þjóðinni meira og meira framandi og fjarlægur.2
Astæða er þó til að geta þess að í riti Þórunnar er dregin upp fjölþætt mynd
af sr. Matthíasi, ævi hans og störfum. Virðist hún trúverðug og til þess fallin
að vekja áhuga á sögupersónunni. Þórunn kýs að fjalla um bókmenntastörf sr.
Matthíasar og framlag hans á sviði guðfræði og trúmála í tengslum við lífs-
hlaup hans að öðru leyti en í meginatriðum er sagt frá því í tímaröð. Einstakir
þræðir eða hliðarsögur eru þó stundum rakin til enda þótt snurður hlaupi þá á
tímalínuna. Þessi aðferð veldur því að mynd Þórunnar af sr. Matthíasi verður
lffleg og lífræn. Af þessu leiðir hins vegar að torveldara reynist að fá heild-
stæða mynd af sr. Matthíasi t.d. sem guðfræðingi. Eftir fyrsta lestur er t.a.m.
óljóst hvort hann geti í raun talist únítari á einhverjum tíma ævinnar eða ekki.
Ekki virðist fjarri lagi að ætla að efnistök Þórunnar auki bókmenntalegt gildi
verksins en geri það á móti óaðgengilegra í fræðilegri umræðu en ef hún hefði
að einhverju marki beitt þematískri efnisskipan. I þessu felast einmitt töfrar
ævisögunnar. Hún er brú á milli bókmennta og fræða þegar vel tekst til. Sú
brú sem Þórunn byggir í riti sínu virðist bæði fögur og traust.
Flokkun œvisagna
Ævisögum má skipa í flokka á margan hátt. Skýrastur er munurinn á sjálfs-
®visögum og sögum sem ritaðar eru af öðrum. Svo getur farið að lesendur
eigi völ á hvoru tveggja. Um sr. Matthías eru til dæmis bæði til sjálfsævisaga,
Sögukaflar af sjálfum mér, og sagnfræðilegt verk, Upp á Sigurhœðir. I fljótu
bragði kann að virðast eðlismunur á Söguköflunum og Upp á Sigurhœðir.
Verður ekki að gera ráð fyrir að Sögukaflarnir séu persónulegir og sjálfhverf-
ir, súbjektívir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja, meðan les-
endur geti treyst að síðarnefnda bókin sem rituð er af sjóuðum sagnfræðingi
sé hlutlaus og hlutlæg, objektívl Einhverjum kann einnig að virðast sem sjálfs-
ævisagan og þar með Sögukaflarnir hljóti í einhverri merkingu að vera „sann-
ari“, „réttari“ eða „áreiðanlegri“ en Upp á Sigurhæðir. Veit ekki hver og einn
best hvað á daga hans hefur drifið og hvernig hann brást við því? Svo einfalt
er málið þó ekki. Sá sem ritar sína eigin ævisögu veitir aðeins takmarkaðan
aðgang að lífi sínu. Hann velur hvaða sjálfsmynd hann skilur eftir í höndum
lesenda. í sérhverri sjálfsævisögu felst ef ekki meðvituð þá ómeðvituð tilraun
til að skapa eigið sjálf sem er hugsanlega aðeins til í texta í nákvæmlega þeirri
tnynd sem þar er að finna.3 Þá skýrir sá sem skráir ævisögu sína ekki frá bein-
hörðum staðreyndum um líf sitt, viðhorf og skoðanir í þeim kjörum sem lífið
lét honum að höndum bera hverju sinni heldur lýsir sjálfsævisagan viðhorfum
hans og minningum á þeirri stundu sem hann færði sögu sína í letur. Oft líða
aratugir milli sögutíma og ritunartíma og í millitíðinni breytast skoðanir, mat