Andvari - 01.01.1950, Side 19
ANDVARI
Páll Eggert Ólason
15
veggja var lokið að sinni. Að vísu var hann skráður nemandi í
lagaskólanum, er tók til starfa haustið 1908, en var þá svo störf-
um hlaðinn, að hann gat eigi sinnt námi. Liðu svo 9 ár. En
haustið 1917 innritaðist hann í lagadeild Háskóla Islands og
lauk embættisprófi í lögfræði þegar næsta vor, 13. jrini 1918,
með 1. einkunn, 120!4 stigum.
VIII.
Ætla mætti, að fljótt væri yfir sögu að fara um starfsferil Páis
Eggerts á þeim 12 árum, er liðu frá því að hann lauk stúdents-
prófi, til þess er hann tók að búa sig undir embættispróf. Þess
var ekki að vænta, að fátækum strident, scm varð að vinna baki
hrotnu til þess að sjá heimili sínu borgið, mætti auðnast að inna
af hendi menningarstarf, er ástæða væri til fyrir síðari kynslóðir
rifja upp og festa í minni. En þó er þessu einmitt þannig
háttað. Venjulega telst starfsferill menntamanna í þágu alþjóðar
hefjast að loknu námi í æðstu menningarstofnunum, þar sem
visir lærifeður veittu leiðsögn í námi og æfingu í vinnubrögð-
um. Lhn Pál Eggert er því ótvírætt þannig háttað, að hann bjó
ekki, svo að teljandi væri, að annarri skólamenntun en þeirri,
sem fór á undan stúdentsprófi — fjögurra ára vist í skóla. Lög-
fræðipróf hans byggðist vissulega aðallega á eigin námi án til-
sagnar, en ekki á eins vetrar dvöl í háskóla, enda var lögfræðin
talin fjögurra ára nám. Og fræðileg og vísindaleg viðfangsefni
Páls Eggerts lágu einnig algerlega utan vébanda lögfræðinnar.
Að vísu komu höfuðrit hans ekki út fyrr en eftir að hann hafði
okið háskólaprófi, en athuganir þær og rannsóknir, sem þau
uyggjast á, hafa í veigamestu atriðum farið fram fyrr. Þann lær-
om og þroska, sem er nauðsynleg undirstaða vísindalegra starfa
yg menntamiinnum almennt veiti’st erfitt eða ókleift að öðlast
an háskólanáms, ávann Páll Eggert sér með starfi á eigin hönd,
Par scm aflvakinn var skarpskyggni, dómgreind og elja hans
sjálfs. Þess ber að vísu að geta, að störf, sem honurn voru falin