Andvari - 01.01.1950, Síða 37
andvari
Pall Eggert Ólason
33
Nokkuð ritaði dr. Páll Eggert á erlendum tungum, svo sem
um bókagerð Jóns biskups Arasonar í „Nordisk tidskriit" (Upp-
sala 1920), „Grunndrág av Islands historie" (Oslo 1927) og „Den
islandske Haandskriftsag" (Rvík 1939), er einnig kom út á
íslenzku. Þá sá bann um útgáfu á „Grágás“, „Codex regius“ (Kh.
1932) og ritaði þar inngang á ensku. Loks er grein eftir hann í
tímariti þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi (W.peg 1929),
upphaflega rituð á ensku, að beiðni, en síra Rögnvaldur Péturs-
son þýddi hana á íslenzku.
Að dr. Jóni Þorkelssyni látnum, 1924, tók dr. Páll Eggert
að sér að annast um útgáfu á íslenzku fornbréfasafni og hélt því
áfram síðan. Einnig sá hann urn útgáfu á þremur síðustu heft-
um af bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar. Árið 1935 var
hann kvaddur af búnaðarfélági íslands til þess að vera formaður
1 nefnd, er sjá skyldi um 100 ára minningarrit þess.
Starfsemi dr. Páls Eggerts í þágu íslenzkra fræða hlaut að
sjálfsögðu að leiða til þess, að hann yrði þátttakandi í ýmis
^onar félagsskap og félagsstarfsemi á því sviði, svo og að honurn
Peittust viðurkenningar, sem mikilhæfum fræðimönnum falla
tíðum í skaut. Árið eftir að hann gerðist háskólakennari, var
hann kjörinn félagi í vísindafélagi íslendinga, og forseti þess
Var hann í tvö ár 1927—29. Heiðursfélagi hins íslenzka bók-
nienntafélags var hann kjörinn 1926 og sögufélagsins 1942.
1 lulltrúaráði hins íslenzka fornleifafélags átti hann sæti frá
1931. Að tilhlutun Alþingis var hann fulltrúi íslands á norræn-
um sagnfræðingamótum í Gautaborg 1923, í Kaupmannahöfn
°8 Sórey 1926 og á heimsmóti sagnfræðinga í Osló 1928. Árið
1932 var hann af forsætisráðhérra skipaður fulltrúi í norrænu
e'mbættismannafélagi. Sótti hann mót þess í Stokkhólmi 1935,
un sagði af sér þessu starfi 1939. í stjórnarnefnd bæjarbókasafns
eykjavíkur var liann kjörinn 1923 og formaður hennar til 1931,